Innlent

Unnið að breytingum umferðarljósa

Umferðarljós.
Umferðarljós.
Unnið er að breytingum umferðarljósa á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Stekkjarbakka. Vegna vinnu við tengingar verða ljósin gerð óvirk í tvo daga -  frá kl. 9:30 þriðjudaginn 20. september til kvölds miðvikudaginn 21. september.

Til að tryggja umferðaröryggi meðan ljós eru óvirk gildir bann við vinstri beygjum yfir gatnamótin. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát og virða hraðatakmarkanir. Beðist er velvirðingar á óþægindum  sem af framkvæmdum stafar, en einkum má gera ráð fyrir töfum á álagstímum síðdegis báða dagana og árdegis á miðvikudag.

Framkvæmdir við umferðarljósin miða að því að gera umferðarstýringu ljósanna fjórskipta til að auka umferðaröryggi og afköst gatnamótanna.  Skipt verður um umferðarljósahausa og stjórnkassa, ídráttarrör og lagnir hafa verið endurnýjaðar og nýir tengibrunnar hafa verið settir niður. Einnig þarf að breyta yfirborðsmerkingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×