Erlent

Hommum hleypt í herinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Við varnarmálaráðuneytið í Pentagon.
Við varnarmálaráðuneytið í Pentagon. Mynd/ AFP.
Lög sem heimila samkynhneigðum hermönnum að opinbera kynhneigð sína taka gildi í Bandaríkjunum á morgun. Bandaríska varnarmálaráðuneytið sendi frá sér tilkynningu um þetta í dag. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, undirritaði nýju lögin í desember.

Samkvæmt frétt AP fréttastofunnar hafa að minnsta kosti 13 þúsund samkynhneigðir hermenn verið reknir úr herþjónustu fyrir að opinbera kynhneigð sína frá því að Bill Clinton, þáverandi forseti Bandaríkjanna, undirritaði lög árið 1993 sem bannaði samkynhneigð hermanna.

George Little, talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, segir að menn í hernum hafi fengið fræðslu um samkynhneigð frá því að lögin voru samþykkt. Starfsmannastjórar í hernum væru nú þegar byrjaðir að taka við skráningum frá hommum og lesbíum sem hefðu opinberað kynhneigð sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×