Innlent

Kyrrsettu flutningavagn vegna óviðunandi frágangs

Myndin sem lögreglan tók í vikunni. Hér hefði getað farið illa.
Myndin sem lögreglan tók í vikunni. Hér hefði getað farið illa.
Lögreglan kyrrsetti flutningavagn í vikunni vegna óviðunandi frágangs á farmi. Eins og sést á meðfylgjandi mynd þá var ekki skjólborð fremst á vagninum og því ekkert sem hindraði framskrið stálbitans. Hér hefði getað farið illa samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Vegna þessa er rétt að rifja upp 73. gr. umferðarlaga en þar segir m.a. um hleðslu ökutækja:

Farm skal flytja þannig, að eigi hafi í för með sér hættu fyrir menn eða valdi munatjóni. Þess skal ennfremur gætt, að eigi sé hætta á að farmur dragist eftir akbraut eða falli á hana. Í reglugerð um hleðslu, frágang og merkingu farms segir ennfremur í 2. gr.; Farm ökutækis skal skorða tryggilega og festa við ökutækið. Þannig skal frá gengið að farmurinn byrgi ekki útsýni ökumanns eða hætta sé á að hann hreyfist til eða falli af ökutækinu og valdi tjóni hvort heldur sem er í kyrrstöðu eða í akstri, svo sem við snögga hraða- eða stefnubreytingu ökutækis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×