Obama samþykkir pólitískar aðgerðir gegn Íslandi vegna hvalveiða 15. september 2011 21:16 Hvalur. Myndin er úr safni. Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, hefur samþykkt aðgerðir gegn Íslendingum vegna hvalveiða. Leikkonan Hayden Panettiere fagnar aðgerðunum og þakkar forsetanum fyrir að sýna hugrekki gegn Íslendingum. Forsetinn samþykkti að beita svokölluðum Pelly ákvæði vegna hvalveiðanna í dag. Viðskiptaþvingunum verður hinsvegar ekki beitt. Fulltrúar íslenskra stjórnvalda funduðu fyrir helgi með bandaríska utanríkisráðuneytinu í Washington til að ræða hugsanlegar refsiaðgerðir Bandaríkjamanna vegna hvalveiða Íslendinga. Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna fór fram á það í júlí að Barack Obama Bandaríkjaforseti beitti Íslendinga refsiaðgerðum vegna hvalveiða. Obama hefur nú samþykkt að gripið verði til aðgerða gegn landinu. Slíkar aðgerðir fela í sér að dregið verður úr samskiptum þjóðanna. Meðal annars með diplómatískum aðgerðum, eins og að bandarísk ráðuneyti meti það hvort það sé viðeigandi að sækja landið heim. Þá skal einnig taka til skoðunar heimskautasamtarf við Íslendinga auk þess sem bandarískir embættismenn verða sendir hingað til lands til þess að gera íslenskum stjórnvöldum grein fyrir afstöðu Bandaríkjanna og hvetja ennfremur til þess að hvalveiðum verði hætt. Þá eiga bandarísk yfirvöld að ráðfæra sig við önnur lönd um að hvernig best sé að þrýsta á Íslendinga að hætta hvalveiðum. Leikkonan Hayden Panettiere, sem er þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Heroes, hefur þegar sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún fagnar ákvörðun forsetans. Hún er alþjóðlegur talsmaður The Whaleman Foundation. Hún hvatti Obama í ágúst síðastliðnum að grípa til aðgerða gegn Íslandi vegna hvalveiðanna. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, hefur samþykkt aðgerðir gegn Íslendingum vegna hvalveiða. Leikkonan Hayden Panettiere fagnar aðgerðunum og þakkar forsetanum fyrir að sýna hugrekki gegn Íslendingum. Forsetinn samþykkti að beita svokölluðum Pelly ákvæði vegna hvalveiðanna í dag. Viðskiptaþvingunum verður hinsvegar ekki beitt. Fulltrúar íslenskra stjórnvalda funduðu fyrir helgi með bandaríska utanríkisráðuneytinu í Washington til að ræða hugsanlegar refsiaðgerðir Bandaríkjamanna vegna hvalveiða Íslendinga. Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna fór fram á það í júlí að Barack Obama Bandaríkjaforseti beitti Íslendinga refsiaðgerðum vegna hvalveiða. Obama hefur nú samþykkt að gripið verði til aðgerða gegn landinu. Slíkar aðgerðir fela í sér að dregið verður úr samskiptum þjóðanna. Meðal annars með diplómatískum aðgerðum, eins og að bandarísk ráðuneyti meti það hvort það sé viðeigandi að sækja landið heim. Þá skal einnig taka til skoðunar heimskautasamtarf við Íslendinga auk þess sem bandarískir embættismenn verða sendir hingað til lands til þess að gera íslenskum stjórnvöldum grein fyrir afstöðu Bandaríkjanna og hvetja ennfremur til þess að hvalveiðum verði hætt. Þá eiga bandarísk yfirvöld að ráðfæra sig við önnur lönd um að hvernig best sé að þrýsta á Íslendinga að hætta hvalveiðum. Leikkonan Hayden Panettiere, sem er þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Heroes, hefur þegar sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún fagnar ákvörðun forsetans. Hún er alþjóðlegur talsmaður The Whaleman Foundation. Hún hvatti Obama í ágúst síðastliðnum að grípa til aðgerða gegn Íslandi vegna hvalveiðanna.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Sjá meira