Innlent

Keypti miðann á fimmtíu kall - fékk fimmtíu milljónir

Íslendingur hreppti fyrsta vinning í Víkingalottóinu í gær. Pottur kvöldsins skiptist á þrjá spilara og deilir Íslendingurinn honum með Finna og Norðmanni.

Rúmar fimmtíu milljónir króna koma í hlut hvers og eins. Vinningsmiðinn hér á landi var seldur í Hafnarfirði og kostaði hann fimmtíu krónur. Þær hafa nú skilað sér til baka og gott betur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×