Uggur í útgerðarmönnum 2. janúar 2011 19:00 Mikill uggur er í útgerðarmönnum eftir yfirlýsingar Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þeir óttast að ríkisstjórnin ætli ekki að fara eftir tillögum sáttanefndar í málinu. Sáttanefnd sjávarútvegsráðherra um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða skilaði tillögum í september á síðasta ári. Meirihluti nefndarinnar lagði til að hin svokallaða samningaleið verði höfð til hliðsjónar við endurskoðun laganna. Útgerðarmenn eru almennt hlynntir þessari tillögu en þeir sem hafa gagnrýnt núverandi kvótakerfi telja hins vegar að samningaleiðin feli ekki í sér neinar grundvallarbreytingar. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í áramótaávarpi sínu að leiði eigi til lykta deilur um auðlindamál á nýju ári. Ráðherra var ekkert að skafa utan af því í Kryddsíldinni á Stöð 2 á gamlársdag. „Auðvitað getur það falist í því að við fyrnum kvótann með einhverjum hætti. Við ætlum ekki að hafa þetta þannig að þeir sem eiga kvótann í dag fái að halda honum. Það er það sem við höfum búið við í alltof marga áratugi. Nú þarf að beryta því. Það verður þjóðin sjálf sem fái arðinn af kvótanum en ekki nokkrir sægreifar," sagði Jóhanna. Þeir útgerðarmenn sem fréttastofa hefur talað við í dag eru uggandi og óttast að ríkisstjórnin ætli að hunsa niðurstöðu sáttanefndarinnar. Þeir vísa meðal annars til þess að forsætisráðherra hafi ekki svarað bréfi fulltrúa útvegsmanna frá því september á síðasta ári þar sem óskað er eftir fundi. Forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að óvissan um framtíðarskipan mála hafi skaðað greinina. Útgerðarmenn segja að lítill vilji sé til fjárfestingar og menn hugsi sig tvisvar um áður en þeir festa kaup á nýjum búnaði. Frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu verður væntanlega lagt fram á Alþingi snemma á þessu ári. Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira
Mikill uggur er í útgerðarmönnum eftir yfirlýsingar Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þeir óttast að ríkisstjórnin ætli ekki að fara eftir tillögum sáttanefndar í málinu. Sáttanefnd sjávarútvegsráðherra um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða skilaði tillögum í september á síðasta ári. Meirihluti nefndarinnar lagði til að hin svokallaða samningaleið verði höfð til hliðsjónar við endurskoðun laganna. Útgerðarmenn eru almennt hlynntir þessari tillögu en þeir sem hafa gagnrýnt núverandi kvótakerfi telja hins vegar að samningaleiðin feli ekki í sér neinar grundvallarbreytingar. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í áramótaávarpi sínu að leiði eigi til lykta deilur um auðlindamál á nýju ári. Ráðherra var ekkert að skafa utan af því í Kryddsíldinni á Stöð 2 á gamlársdag. „Auðvitað getur það falist í því að við fyrnum kvótann með einhverjum hætti. Við ætlum ekki að hafa þetta þannig að þeir sem eiga kvótann í dag fái að halda honum. Það er það sem við höfum búið við í alltof marga áratugi. Nú þarf að beryta því. Það verður þjóðin sjálf sem fái arðinn af kvótanum en ekki nokkrir sægreifar," sagði Jóhanna. Þeir útgerðarmenn sem fréttastofa hefur talað við í dag eru uggandi og óttast að ríkisstjórnin ætli að hunsa niðurstöðu sáttanefndarinnar. Þeir vísa meðal annars til þess að forsætisráðherra hafi ekki svarað bréfi fulltrúa útvegsmanna frá því september á síðasta ári þar sem óskað er eftir fundi. Forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að óvissan um framtíðarskipan mála hafi skaðað greinina. Útgerðarmenn segja að lítill vilji sé til fjárfestingar og menn hugsi sig tvisvar um áður en þeir festa kaup á nýjum búnaði. Frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu verður væntanlega lagt fram á Alþingi snemma á þessu ári.
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira