Uggur í útgerðarmönnum 2. janúar 2011 19:00 Mikill uggur er í útgerðarmönnum eftir yfirlýsingar Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þeir óttast að ríkisstjórnin ætli ekki að fara eftir tillögum sáttanefndar í málinu. Sáttanefnd sjávarútvegsráðherra um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða skilaði tillögum í september á síðasta ári. Meirihluti nefndarinnar lagði til að hin svokallaða samningaleið verði höfð til hliðsjónar við endurskoðun laganna. Útgerðarmenn eru almennt hlynntir þessari tillögu en þeir sem hafa gagnrýnt núverandi kvótakerfi telja hins vegar að samningaleiðin feli ekki í sér neinar grundvallarbreytingar. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í áramótaávarpi sínu að leiði eigi til lykta deilur um auðlindamál á nýju ári. Ráðherra var ekkert að skafa utan af því í Kryddsíldinni á Stöð 2 á gamlársdag. „Auðvitað getur það falist í því að við fyrnum kvótann með einhverjum hætti. Við ætlum ekki að hafa þetta þannig að þeir sem eiga kvótann í dag fái að halda honum. Það er það sem við höfum búið við í alltof marga áratugi. Nú þarf að beryta því. Það verður þjóðin sjálf sem fái arðinn af kvótanum en ekki nokkrir sægreifar," sagði Jóhanna. Þeir útgerðarmenn sem fréttastofa hefur talað við í dag eru uggandi og óttast að ríkisstjórnin ætli að hunsa niðurstöðu sáttanefndarinnar. Þeir vísa meðal annars til þess að forsætisráðherra hafi ekki svarað bréfi fulltrúa útvegsmanna frá því september á síðasta ári þar sem óskað er eftir fundi. Forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að óvissan um framtíðarskipan mála hafi skaðað greinina. Útgerðarmenn segja að lítill vilji sé til fjárfestingar og menn hugsi sig tvisvar um áður en þeir festa kaup á nýjum búnaði. Frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu verður væntanlega lagt fram á Alþingi snemma á þessu ári. Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Mikill uggur er í útgerðarmönnum eftir yfirlýsingar Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þeir óttast að ríkisstjórnin ætli ekki að fara eftir tillögum sáttanefndar í málinu. Sáttanefnd sjávarútvegsráðherra um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða skilaði tillögum í september á síðasta ári. Meirihluti nefndarinnar lagði til að hin svokallaða samningaleið verði höfð til hliðsjónar við endurskoðun laganna. Útgerðarmenn eru almennt hlynntir þessari tillögu en þeir sem hafa gagnrýnt núverandi kvótakerfi telja hins vegar að samningaleiðin feli ekki í sér neinar grundvallarbreytingar. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í áramótaávarpi sínu að leiði eigi til lykta deilur um auðlindamál á nýju ári. Ráðherra var ekkert að skafa utan af því í Kryddsíldinni á Stöð 2 á gamlársdag. „Auðvitað getur það falist í því að við fyrnum kvótann með einhverjum hætti. Við ætlum ekki að hafa þetta þannig að þeir sem eiga kvótann í dag fái að halda honum. Það er það sem við höfum búið við í alltof marga áratugi. Nú þarf að beryta því. Það verður þjóðin sjálf sem fái arðinn af kvótanum en ekki nokkrir sægreifar," sagði Jóhanna. Þeir útgerðarmenn sem fréttastofa hefur talað við í dag eru uggandi og óttast að ríkisstjórnin ætli að hunsa niðurstöðu sáttanefndarinnar. Þeir vísa meðal annars til þess að forsætisráðherra hafi ekki svarað bréfi fulltrúa útvegsmanna frá því september á síðasta ári þar sem óskað er eftir fundi. Forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að óvissan um framtíðarskipan mála hafi skaðað greinina. Útgerðarmenn segja að lítill vilji sé til fjárfestingar og menn hugsi sig tvisvar um áður en þeir festa kaup á nýjum búnaði. Frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu verður væntanlega lagt fram á Alþingi snemma á þessu ári.
Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira