Telur að sterkeindahraðalinn í Sviss muni gagnast mannkyninu 12. ágúst 2011 18:59 Þó að sterkeindahraðallinn í Sviss beri ekki bera ávöxt í nánustu framtíð mun hann svo sannarlega gera það á endanum, segir ítalskur eðlisfræðingur sem er staddur hér á landi. Óttinn við að hraðallinn geti myndað svarthol hefur alið af sér marga nýja vísindaáhugamenn. Hinn virti eðlisfræðingur Gian Giudice er staddur á Íslandi að kynna fyrstu mæliniðurstöður sem fengist hafa með stærsta hraðali heims, sem er ætlað veita upplýsingar um allra smæstu efni náttúrunnar. „Nú erum við að koma inn á stig nýrra uppgötvana. Fyrsta öreindin sem verið er að leita að er Higgs-bóseindin. Fram að þessu hefur bóseindin ekki sést en það var hægt að útiloka viss efnissvið þar sem hún er ekki. Svo við vitum hvar hún er ekki. En við erum að afmarka það rúm þar sem hún gæti verið." segir Giudice, sem telur verkefnið án efa eiga eftir að gagnast mannkyninu þó enn sé ekki vitað hvernig. „Þannig virka hreinar rannsóknir. Maður verður að kanna og sjá svo. Ég styð hreinar rannsóknir því ég tel mjög mikilvægt að samfélagið fjárfesti í hreinum rannsóknum því það er langtímafjárfesting, afraksturinn kemur ekki strax í ljós, en það er alltaf afrakstur, eins og við höfum séð." Margir hafa óttast það að hraðallinn gæti leitt til heimsenda, en Giudice segir enga ástæðu til að óttast slíkt, að minnsta kosti ekki af þeirra hálfu. Þeir sem standi á bak við rannsóknina hafi þó haft hag af þessum ótta að vissu leyti. „Ég verð að segja að allar þessar sögur um svartholið hafa verið góð auglýsing fyrir hraðalinn og margir hafa fengið áhuga á vísindum vegna þessara sagna." Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Þó að sterkeindahraðallinn í Sviss beri ekki bera ávöxt í nánustu framtíð mun hann svo sannarlega gera það á endanum, segir ítalskur eðlisfræðingur sem er staddur hér á landi. Óttinn við að hraðallinn geti myndað svarthol hefur alið af sér marga nýja vísindaáhugamenn. Hinn virti eðlisfræðingur Gian Giudice er staddur á Íslandi að kynna fyrstu mæliniðurstöður sem fengist hafa með stærsta hraðali heims, sem er ætlað veita upplýsingar um allra smæstu efni náttúrunnar. „Nú erum við að koma inn á stig nýrra uppgötvana. Fyrsta öreindin sem verið er að leita að er Higgs-bóseindin. Fram að þessu hefur bóseindin ekki sést en það var hægt að útiloka viss efnissvið þar sem hún er ekki. Svo við vitum hvar hún er ekki. En við erum að afmarka það rúm þar sem hún gæti verið." segir Giudice, sem telur verkefnið án efa eiga eftir að gagnast mannkyninu þó enn sé ekki vitað hvernig. „Þannig virka hreinar rannsóknir. Maður verður að kanna og sjá svo. Ég styð hreinar rannsóknir því ég tel mjög mikilvægt að samfélagið fjárfesti í hreinum rannsóknum því það er langtímafjárfesting, afraksturinn kemur ekki strax í ljós, en það er alltaf afrakstur, eins og við höfum séð." Margir hafa óttast það að hraðallinn gæti leitt til heimsenda, en Giudice segir enga ástæðu til að óttast slíkt, að minnsta kosti ekki af þeirra hálfu. Þeir sem standi á bak við rannsóknina hafi þó haft hag af þessum ótta að vissu leyti. „Ég verð að segja að allar þessar sögur um svartholið hafa verið góð auglýsing fyrir hraðalinn og margir hafa fengið áhuga á vísindum vegna þessara sagna."
Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira