Innlent

Sló stúlku og hrækti framan í hana

Rúmlega tvítugur karlmaður var í gær dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás sem átti sér stað á Húsavík fyrir tæpu ári. Maðurinn játaði að hafa slegið stúlku í andlitið með þeim afleiðingum að hún hlaut eymsli og bólgu yfir hægra kinnbeini. Auk þess hrækti maðurinn framan í stúlkuna.

Maðurinn hefur ekki áður sætt öðrum refsingum en sekt fyrir umferðarlagabrot.

Í dómsorði er tekið fram að málið hafi tafist í meðförum dómsins vegna dvalar sakbornings erlendis.

Héraðsdómur Norðurlands dæmdi í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×