Allir íþróttamenn á HM í frjálsum fara í lyfjapróf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. ágúst 2011 10:15 David Oliver er einn þeirra sem hefur lýst yfir ánægju með hert lyfjaeftirlit. Nordic Photos/AFP Alþjóða frjálsíþróttasambandið IAAF hefur tekið þá ákvörðun að allir þátttakendur á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum verði sendir í lyfjapróf. Mótið fer fram í Suður-Kóreu 27. ágúst - 4. september. Tæplega 2000 íþróttamenn mæta til leiks í Suður-Kóreu og verða þeir allir sendir í blóðprufu. Blóðtakan fer fram við sömu skilyrði hjá öllum og innan sama tímaramma frá því íþróttamennirnir keppa. Mun þetta vera strangasta lyfjaeftirlit á stórmóti í íþróttum. David Oliver, grindahlaupari og bronsverðlaunahafi á Ólympíuleikunum í Peking, skrifaði eftirfarandi á Twitter: „Flott. Það verður athyglisvert að sjá hversu margir íþróttamenn draga sig úr keppni.“ Katharine Merry, fyrrum bronsverðlaunahafi í 400 metra hlaupi, tjáði sig á sömu samskiptasíðu og lýsti yfir mikilli ánægju. „Það verður áhugavert að sjá hvort íþróttamenn draga sig úr keppni vegna veikinda eða meiðsla í kjölfar þess að IAAF ætlar að senda alla í blóðprufu,“ sagði Merry. Blóðprufurnar verða teknar í sérstöku húsnæði í íþróttaþorpinu. Sýnin verða skoðuð á staðnum og þvínæst send til sérstakrar rannsóknarstofu í Lausanne í Sviss. „Frábærar fréttir varðandi blóðprufurnar. Ég bauðst til þess að fara í próf á Samveldisleikunum 1998: Fljótleg og þægileg fyrir íþróttamennina. Tími til kominn,“ sagði Iwan Thomas fyrrum 400 metra hlaupari. Íslendingar eiga einn fulltrúa á mótinu. Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir mætir til leiks en hún glímir um þessar mundir við meiðsli á fæti. Erlendar Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira
Alþjóða frjálsíþróttasambandið IAAF hefur tekið þá ákvörðun að allir þátttakendur á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum verði sendir í lyfjapróf. Mótið fer fram í Suður-Kóreu 27. ágúst - 4. september. Tæplega 2000 íþróttamenn mæta til leiks í Suður-Kóreu og verða þeir allir sendir í blóðprufu. Blóðtakan fer fram við sömu skilyrði hjá öllum og innan sama tímaramma frá því íþróttamennirnir keppa. Mun þetta vera strangasta lyfjaeftirlit á stórmóti í íþróttum. David Oliver, grindahlaupari og bronsverðlaunahafi á Ólympíuleikunum í Peking, skrifaði eftirfarandi á Twitter: „Flott. Það verður athyglisvert að sjá hversu margir íþróttamenn draga sig úr keppni.“ Katharine Merry, fyrrum bronsverðlaunahafi í 400 metra hlaupi, tjáði sig á sömu samskiptasíðu og lýsti yfir mikilli ánægju. „Það verður áhugavert að sjá hvort íþróttamenn draga sig úr keppni vegna veikinda eða meiðsla í kjölfar þess að IAAF ætlar að senda alla í blóðprufu,“ sagði Merry. Blóðprufurnar verða teknar í sérstöku húsnæði í íþróttaþorpinu. Sýnin verða skoðuð á staðnum og þvínæst send til sérstakrar rannsóknarstofu í Lausanne í Sviss. „Frábærar fréttir varðandi blóðprufurnar. Ég bauðst til þess að fara í próf á Samveldisleikunum 1998: Fljótleg og þægileg fyrir íþróttamennina. Tími til kominn,“ sagði Iwan Thomas fyrrum 400 metra hlaupari. Íslendingar eiga einn fulltrúa á mótinu. Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir mætir til leiks en hún glímir um þessar mundir við meiðsli á fæti.
Erlendar Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira