RÚV neitar að biðja afkomendur Steinþóru afsökunar Valur Grettisson skrifar 4. febrúar 2011 10:45 Fréttastofa RÚV neitar að biðjast afsökunar á því að hafa spyrnt saman persónu úr Djöflaeyjunni og Steinþóru. Barnabarn Steinþóru Eyjólfsínu Steinþórsdóttur, skrifar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hún gagnrýnir RÚV harðlega fyrir frétt um ömmu sína. „Af virðingu við ömmu mína sé ég mig knúna til að skrifa þetta og lýsa yfir undrun minni og hneykslan á þessum vinnubrögðum sem ég tel RÚV ekki til framdráttar," skrifar Anný Dóra Hálfdánardóttir en RÚV greindi frá sérkennilegu tryggingasvikamáli sem tengist andláti ömmu hennar, Steinþóru. Það var árið 2000 sem Steinþóra lést en þá var hún á níræðisaldrinum. Dóttir hennar, sem Vísir ræddi við í síðustu viku, Anný Dóra Halldórsdóttir, sagðist hafa frétt af andláti móður sinnar samdægurs, en Steinþóra bjó í Bandaríkjunum frá sjötta áratug síðustu aldar. Hinsvegar virðist það hafa misfarist að tilkynna íslenskum yfirvöldum um andlát Steinþóru, því tryggingastofnun hélt áfram að greiða út lífeyri í hennar nafni. Alls greiddi stofnunin fjórtán milljónir króna í tíu ár eftir andlát hennar, en stofnunin reiðir sig á dánartilkynningar hjá þjóðskrá. Anný Dóra Hálfdánardóttir er ósátt við RÚV. Í viðtal við Vísi sagði dóttir Steinþóru að fjölskyldan væri afar ósátt við umfjöllun RÚV en í frétt Ríkisjónvarpsins segir að Steinþóra og aðrir úr hennar fjölskyldu séu af mörgum talin vera fyrirmyndir persóna sem fram koma í bókum Einars Kárasonar, Djöflaeyjunni, Gulleyjunni og Fyrirheitna landinu. Steinþóra er þannig talin fyrirmynd Gógóar, sem var mamma Badda í Djöflaeyjunni. Anný Dóra, barnabarn Steinþóru skrifar svo í grein sína í dag: „Ég hef farið fram á afsökunarbeiðni frá RÚV en tjáð að slíka fái ég ekki. Að ekki hafi verið nokkurrar vanvirðingar að gæta í fréttunum en harmað ef þetta hafi valdið sárindum. Ég hélt að varlega þyrfti að stíga til jarðar í nafnbirtingum og vanda fréttaflutning á látnum einstaklingum. Ef ég skil þau svör sem ég hef fengið rétt þá var það fréttnæmt og ekki farið rangt með þær staðreyndir að ættingi lægi undir grun jafnframt því sem amma væri þekkt fyrirmynd persónu úr bókmenntum okkar landsmanna. Var þá ekki réttara og fagmannlegra að nafngreina þann grunaða og stikla á lífshlaupi þess aðila?" spyr Anný Dóra. Hún segir fréttirnar hafa komið fjölskyldunni í opna skjöldu, „Satt best að segja komu þessar fréttir okkur svo í opna skjöldu að ég hefði verið minna hissa ef fullmannað geimfar hefði lent í garðinum mínum. Dæmi nú hver fyrir sig um þennan fréttaflutning RÚV," skrifar Anný Dóra. Grein Annýar er hægt að lesa í heild sinni með því að smella á hlekkinn fyrir neðan. Tengdar fréttir Vissi um andlát móður sinnar - fékk þó aldrei formlega staðfestingu „Það láðist bara að senda þetta vottorð,“ segir dóttir Steinþóru Eyjólfsínu Steinþórsdóttur, en Tryggingastofnun vissi ekki að hún væri látin fyrr en tíu árum eftir andlát hennar. Þá hafði stofnunin greitt fjórtán milljónir króna til hennar í lífeyri. Steinþóra var búsett í smábæ í Bandaríkjunum, nærri Fargo. Hún bjó þar þegar hún lést. 1. febrúar 2011 11:30 Vegna frétta RÚV um meint tryggingasvik út á látna konu Í kvöldfréttum RÚV 30.01. og 31.01. síðastliðinn er amma mín nafngreind í tengslum við meint tryggingasvik út á nafn hennar látinnar. Ekki var látið þar við sitja heldur útlistað nánar um hvaða manneskju væri að ræða og ættingja hennar með því að bendla okkur við kvikmyndina Djöflaeyjuna eftir Friðrik Þór Friðriksson og þrjár skáldsögur Einars Kárasonar. 4. febrúar 2011 10:15 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Barnabarn Steinþóru Eyjólfsínu Steinþórsdóttur, skrifar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hún gagnrýnir RÚV harðlega fyrir frétt um ömmu sína. „Af virðingu við ömmu mína sé ég mig knúna til að skrifa þetta og lýsa yfir undrun minni og hneykslan á þessum vinnubrögðum sem ég tel RÚV ekki til framdráttar," skrifar Anný Dóra Hálfdánardóttir en RÚV greindi frá sérkennilegu tryggingasvikamáli sem tengist andláti ömmu hennar, Steinþóru. Það var árið 2000 sem Steinþóra lést en þá var hún á níræðisaldrinum. Dóttir hennar, sem Vísir ræddi við í síðustu viku, Anný Dóra Halldórsdóttir, sagðist hafa frétt af andláti móður sinnar samdægurs, en Steinþóra bjó í Bandaríkjunum frá sjötta áratug síðustu aldar. Hinsvegar virðist það hafa misfarist að tilkynna íslenskum yfirvöldum um andlát Steinþóru, því tryggingastofnun hélt áfram að greiða út lífeyri í hennar nafni. Alls greiddi stofnunin fjórtán milljónir króna í tíu ár eftir andlát hennar, en stofnunin reiðir sig á dánartilkynningar hjá þjóðskrá. Anný Dóra Hálfdánardóttir er ósátt við RÚV. Í viðtal við Vísi sagði dóttir Steinþóru að fjölskyldan væri afar ósátt við umfjöllun RÚV en í frétt Ríkisjónvarpsins segir að Steinþóra og aðrir úr hennar fjölskyldu séu af mörgum talin vera fyrirmyndir persóna sem fram koma í bókum Einars Kárasonar, Djöflaeyjunni, Gulleyjunni og Fyrirheitna landinu. Steinþóra er þannig talin fyrirmynd Gógóar, sem var mamma Badda í Djöflaeyjunni. Anný Dóra, barnabarn Steinþóru skrifar svo í grein sína í dag: „Ég hef farið fram á afsökunarbeiðni frá RÚV en tjáð að slíka fái ég ekki. Að ekki hafi verið nokkurrar vanvirðingar að gæta í fréttunum en harmað ef þetta hafi valdið sárindum. Ég hélt að varlega þyrfti að stíga til jarðar í nafnbirtingum og vanda fréttaflutning á látnum einstaklingum. Ef ég skil þau svör sem ég hef fengið rétt þá var það fréttnæmt og ekki farið rangt með þær staðreyndir að ættingi lægi undir grun jafnframt því sem amma væri þekkt fyrirmynd persónu úr bókmenntum okkar landsmanna. Var þá ekki réttara og fagmannlegra að nafngreina þann grunaða og stikla á lífshlaupi þess aðila?" spyr Anný Dóra. Hún segir fréttirnar hafa komið fjölskyldunni í opna skjöldu, „Satt best að segja komu þessar fréttir okkur svo í opna skjöldu að ég hefði verið minna hissa ef fullmannað geimfar hefði lent í garðinum mínum. Dæmi nú hver fyrir sig um þennan fréttaflutning RÚV," skrifar Anný Dóra. Grein Annýar er hægt að lesa í heild sinni með því að smella á hlekkinn fyrir neðan.
Tengdar fréttir Vissi um andlát móður sinnar - fékk þó aldrei formlega staðfestingu „Það láðist bara að senda þetta vottorð,“ segir dóttir Steinþóru Eyjólfsínu Steinþórsdóttur, en Tryggingastofnun vissi ekki að hún væri látin fyrr en tíu árum eftir andlát hennar. Þá hafði stofnunin greitt fjórtán milljónir króna til hennar í lífeyri. Steinþóra var búsett í smábæ í Bandaríkjunum, nærri Fargo. Hún bjó þar þegar hún lést. 1. febrúar 2011 11:30 Vegna frétta RÚV um meint tryggingasvik út á látna konu Í kvöldfréttum RÚV 30.01. og 31.01. síðastliðinn er amma mín nafngreind í tengslum við meint tryggingasvik út á nafn hennar látinnar. Ekki var látið þar við sitja heldur útlistað nánar um hvaða manneskju væri að ræða og ættingja hennar með því að bendla okkur við kvikmyndina Djöflaeyjuna eftir Friðrik Þór Friðriksson og þrjár skáldsögur Einars Kárasonar. 4. febrúar 2011 10:15 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Vissi um andlát móður sinnar - fékk þó aldrei formlega staðfestingu „Það láðist bara að senda þetta vottorð,“ segir dóttir Steinþóru Eyjólfsínu Steinþórsdóttur, en Tryggingastofnun vissi ekki að hún væri látin fyrr en tíu árum eftir andlát hennar. Þá hafði stofnunin greitt fjórtán milljónir króna til hennar í lífeyri. Steinþóra var búsett í smábæ í Bandaríkjunum, nærri Fargo. Hún bjó þar þegar hún lést. 1. febrúar 2011 11:30
Vegna frétta RÚV um meint tryggingasvik út á látna konu Í kvöldfréttum RÚV 30.01. og 31.01. síðastliðinn er amma mín nafngreind í tengslum við meint tryggingasvik út á nafn hennar látinnar. Ekki var látið þar við sitja heldur útlistað nánar um hvaða manneskju væri að ræða og ættingja hennar með því að bendla okkur við kvikmyndina Djöflaeyjuna eftir Friðrik Þór Friðriksson og þrjár skáldsögur Einars Kárasonar. 4. febrúar 2011 10:15