Vissi um andlát móður sinnar - fékk þó aldrei formlega staðfestingu Valur Grettisson skrifar 1. febrúar 2011 11:30 Tryggingastofnun vissi ekki um afdrif Steinþóru fyrr en áratug síðar. „Það láðist bara að senda þetta vottorð," segir dóttir Steinþóru Eyjólfsínu Steinþórsdóttur, en Tryggingastofnun vissi ekki að Steinþóra væri látin fyrr en tíu árum eftir andlát hennar. Þá hafði stofnunin greitt fjórtán milljónir króna til hennar í lífeyri. Steinþóra var búsett í smábæ í Bandaríkjunum, nærri Fargo. Hún bjó þar þegar hún lést. Steinþóra var ríflega áttræð þegar hún lést árið 2000. Síðan þá hefur hún verið á lífi í kerfinu en Ríkisskattstjóri og Tryggingastofnun reiða sig á þjóðskrá til þess að vita um afdrif einstaklinga. Svo virðist sem dánarvottorð hafi aldrei borist til Íslands frá Bandaríkjunum, þar sem hún bjó frá sjötta áratug síðustu aldar. Steinþóra átti níu börn, þar af eru sex látin. Anný Dóra Halldórsdóttir er eina eftirlifandi barn Steinþóru hér á landi en hún á tvær systur búsettar í Bandaríkjunum. „Það kom okkur á óvart þegar við heyrðum að það væri verið að taka út fé látinnar konu," segir Anný Dóra sem heyrði af andláti móður sinnar sama dag og hún lést. Anný hringdi þá til Bandaríkjanna til þess að vitja móður sinnar og fékk þá þær fregnir að hún væri dáin. „Ég spurði hvort það væri hægt að senda öskuna til Íslands en fékk aldrei svar. Auðvitað tók ég það trúanlegt að hún væri látin en fékk aldrei neina staðfestingu um það í hendurnar," segir Anný Dóra sem fékk aldrei dánarvottorð sent til Íslands, því var andlát móður hennar aldrei formlega staðfest. Steinþóra var jarðsungin í Bandaríkjunum. Fjölskylda Annýar hefur sent Ríkissjónvarpinu bréf þar sem krafist er afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar um andlát móður hennar sem er spyrnt saman við bókina Djöflaeyjuna eftir Einar Kárason. „Þessar fréttir í Ríkisútvarpinu voru til háborinnar skammar. Það þurfti ekki að blanda þessari Djöflaeyju inn í þetta mál," segir Anný en í frétt Ríkisjónvarpsins segir að Steinþóra og aðrir úr hennar fjölskyldu séu af mörgum talin vera fyrirmyndir þeirra persóna sem fram koma í bókum Einars, Djöflaeyjunni, Gulleyjunni og Fyrirheitna landinu. Steinþóra er þannig talin fyrirmynd Gógóar, sem var mamma Badda í Djöflaeyjunni, leikin af Sögu Jónsdóttur. „Hver getur sannað að við séum hluti af þessari Djöflaeyju?" spyr Anný Dóra og vandar ekki höfundi bókanna kveðjurnar: „Hann Einar Kárason ætti bara að skammast sín." Aðspurð sagði Anný Dóra að hvorki Tryggingastofnun né lögregla hefði haft samband við sig til þess að fá upplýsingar um afdrif móður sinnar. Fjársvikadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar málið. Það verður hinsvegar að teljast ólíklegt að féð verði endurheimt. Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Fleiri fréttir Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Sjá meira
„Það láðist bara að senda þetta vottorð," segir dóttir Steinþóru Eyjólfsínu Steinþórsdóttur, en Tryggingastofnun vissi ekki að Steinþóra væri látin fyrr en tíu árum eftir andlát hennar. Þá hafði stofnunin greitt fjórtán milljónir króna til hennar í lífeyri. Steinþóra var búsett í smábæ í Bandaríkjunum, nærri Fargo. Hún bjó þar þegar hún lést. Steinþóra var ríflega áttræð þegar hún lést árið 2000. Síðan þá hefur hún verið á lífi í kerfinu en Ríkisskattstjóri og Tryggingastofnun reiða sig á þjóðskrá til þess að vita um afdrif einstaklinga. Svo virðist sem dánarvottorð hafi aldrei borist til Íslands frá Bandaríkjunum, þar sem hún bjó frá sjötta áratug síðustu aldar. Steinþóra átti níu börn, þar af eru sex látin. Anný Dóra Halldórsdóttir er eina eftirlifandi barn Steinþóru hér á landi en hún á tvær systur búsettar í Bandaríkjunum. „Það kom okkur á óvart þegar við heyrðum að það væri verið að taka út fé látinnar konu," segir Anný Dóra sem heyrði af andláti móður sinnar sama dag og hún lést. Anný hringdi þá til Bandaríkjanna til þess að vitja móður sinnar og fékk þá þær fregnir að hún væri dáin. „Ég spurði hvort það væri hægt að senda öskuna til Íslands en fékk aldrei svar. Auðvitað tók ég það trúanlegt að hún væri látin en fékk aldrei neina staðfestingu um það í hendurnar," segir Anný Dóra sem fékk aldrei dánarvottorð sent til Íslands, því var andlát móður hennar aldrei formlega staðfest. Steinþóra var jarðsungin í Bandaríkjunum. Fjölskylda Annýar hefur sent Ríkissjónvarpinu bréf þar sem krafist er afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar um andlát móður hennar sem er spyrnt saman við bókina Djöflaeyjuna eftir Einar Kárason. „Þessar fréttir í Ríkisútvarpinu voru til háborinnar skammar. Það þurfti ekki að blanda þessari Djöflaeyju inn í þetta mál," segir Anný en í frétt Ríkisjónvarpsins segir að Steinþóra og aðrir úr hennar fjölskyldu séu af mörgum talin vera fyrirmyndir þeirra persóna sem fram koma í bókum Einars, Djöflaeyjunni, Gulleyjunni og Fyrirheitna landinu. Steinþóra er þannig talin fyrirmynd Gógóar, sem var mamma Badda í Djöflaeyjunni, leikin af Sögu Jónsdóttur. „Hver getur sannað að við séum hluti af þessari Djöflaeyju?" spyr Anný Dóra og vandar ekki höfundi bókanna kveðjurnar: „Hann Einar Kárason ætti bara að skammast sín." Aðspurð sagði Anný Dóra að hvorki Tryggingastofnun né lögregla hefði haft samband við sig til þess að fá upplýsingar um afdrif móður sinnar. Fjársvikadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar málið. Það verður hinsvegar að teljast ólíklegt að féð verði endurheimt.
Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Fleiri fréttir Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Sjá meira