Forseti Íslands: Útrýmum biðröðum eftir mat 1. janúar 2011 13:19 Ólafur Ragnar Grímsson. „Efnahagskreppan, hrunið sem við nefnum svo, hefur þrengt svo að þúsundum Íslendinga að í viku hverri bíður fjöldi í röðum eftir matargjöfum. Fátækt hefur að vísu fylgt okkur lengi en nú hefur fjárhagsvandi margra, biðraðirnar eftir mat, orðið að smánarbletti,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í nýársávarpi sínu þar sem hann beindi meðal annars athyglinni að fátækt hér á landi. Hann sagði örlög þúsunda nístandi og að samfélag sem kenni sig við norræna velferð geti ekki liðið að vikulega standi þúsundir í biðröðum eftir mat. „Við skulum sameinast um að afmá þennan smánarblett strax á næstu mánuðum. Íslendingar lyfta grettistaki þegar við leggjumst öll á árar.“ Um þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave sagði Ólafur Ragnar að þjóðin hefði sýnt að hún gæti tekið forystuna. „Atkvæðagreiðslan 6. mars var afdráttarlaus vitnisburður um hve vel stjórnskipun lýðveldisins virkar þegar mest á reynir, að þjóðin er fullfær um að fara með valdið sem henni ber. Allt tókst það vel þótt ýmsir spáðu öðru.Viska spekinganna Þá sagði hann: „Þjóðfundurinn og kosning til stjórnlagaþings voru svo nýjar leiðir til að laða fram vilja þjóðar og vonandi verður það til farsældar. En þá er áríðandi að allir sem kjörnir eru, hvort heldur þeir sitja á Alþingi, á stjórnlagaþingi eða hér á Bessastöðum, hafi jafnan í huga að þeir eru þjónar þjóðarinnar. Það er fólkið í landinu, þjóðin sjálf, sem fer með æðsta valdið.“ Ólafur Ragnar sagði að vilji fólksins væri kjarni lýðræðisins. „Svo einfalt er það, hvað sem líður kenningum eða visku spekinganna.“ Ávarpið í heild sinni er hægt að lesa á vef forsetaembættisins. Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
„Efnahagskreppan, hrunið sem við nefnum svo, hefur þrengt svo að þúsundum Íslendinga að í viku hverri bíður fjöldi í röðum eftir matargjöfum. Fátækt hefur að vísu fylgt okkur lengi en nú hefur fjárhagsvandi margra, biðraðirnar eftir mat, orðið að smánarbletti,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í nýársávarpi sínu þar sem hann beindi meðal annars athyglinni að fátækt hér á landi. Hann sagði örlög þúsunda nístandi og að samfélag sem kenni sig við norræna velferð geti ekki liðið að vikulega standi þúsundir í biðröðum eftir mat. „Við skulum sameinast um að afmá þennan smánarblett strax á næstu mánuðum. Íslendingar lyfta grettistaki þegar við leggjumst öll á árar.“ Um þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave sagði Ólafur Ragnar að þjóðin hefði sýnt að hún gæti tekið forystuna. „Atkvæðagreiðslan 6. mars var afdráttarlaus vitnisburður um hve vel stjórnskipun lýðveldisins virkar þegar mest á reynir, að þjóðin er fullfær um að fara með valdið sem henni ber. Allt tókst það vel þótt ýmsir spáðu öðru.Viska spekinganna Þá sagði hann: „Þjóðfundurinn og kosning til stjórnlagaþings voru svo nýjar leiðir til að laða fram vilja þjóðar og vonandi verður það til farsældar. En þá er áríðandi að allir sem kjörnir eru, hvort heldur þeir sitja á Alþingi, á stjórnlagaþingi eða hér á Bessastöðum, hafi jafnan í huga að þeir eru þjónar þjóðarinnar. Það er fólkið í landinu, þjóðin sjálf, sem fer með æðsta valdið.“ Ólafur Ragnar sagði að vilji fólksins væri kjarni lýðræðisins. „Svo einfalt er það, hvað sem líður kenningum eða visku spekinganna.“ Ávarpið í heild sinni er hægt að lesa á vef forsetaembættisins.
Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira