Airbus verðlaunar íslenska háskólanema 26. júlí 2011 05:00 Liðið stefnir að því að taka aftur þátt að ári og hefur sett sér háleit markmið um árangur. Fimmtán manna hópur nemenda við Háskóla Íslands tók um fyrri helgi þátt í alþjóðlegu hönnunarkeppninni Formula Student sem fram fór á Silverstone-kappakstursbrautinni í Bretlandi. Hópurinn hefur síðasta árið hannað rafknúinn kappakstursbíl. „Þetta gekk framar vonum. Við fengum verðlaun sem er ekkert annað en geðveikt fyrir lið sem er að taka þátt í fyrsta skipti. Öll reynslan sem við fengum þarna úti og það að sjá hvernig keppnin gengur fyrir sig, það var bara frábært,“ segir Arnar Freyr Lárusson sem leitt hefur vinnu hópsins. Alls tóku lið frá 110 skólum þátt í keppninni að þessu sinni en keppnin er haldin árlega. „Liðin koma alls staðar að úr heiminum og sum þeirra eyða tugum milljóna króna á ári í þróun bílsins auk þess að hafa starfsmenn í fullri vinnu hjá skólunum sínum við þetta,“ segir Arnar og bætir við: „Þegar fólkið úti heyrði hvað við erum í raun með takmörkuð aðföng trúði það varla að okkur hefði tekist að búa til fullmótaðan bíl.“ Íslenska liðið tók þátt í sjálfbærniflokki sem er flokkur fyrir bíla sem ganga fyrir óhefðbundnum orkugjöfum. Þótt markmiðið sé að hanna kappakstursbíl segir Arnar keppnina ekki vera kappakstur því mestur tími fari í að kynna hönnunina, viðskiptalíkanið og hugmyndafræði hópsins. „Liðin setja sig í spor fyrirtækis sem er að hanna bíl sem það vill svo kynna fyrir framleiðslufyrirtæki eða fjárfestum. Liðin þurfa því að hanna og búa til bílinn út frá viðskiptalegum forsendum og greina hvers konar viðskiptavini þau eru með í huga. En margt annað kemur reyndar til svo sem umhverfissjónarmið,“ segir Arnar. Fjöldi stórfyrirtækja fylgist með keppninni og eitt þeirra er Airbus sem veitir árlega einu liði, sem þykir vera samheldið og hafa lagt mikið á sig, peningaverðlaun. Í þetta skiptið hlaut íslenska liðið þau verðlaun. „Þeir voru eiginlega hrifnastir af því hvað við vorum sveigjanleg. Við erum með mjög lítið lið, einungis fimmtán manns, og með mjög takmörkuð fjárráð. Við höfum því þurft að haga okkur mjög íslenskt, það er, allir hjá okkur hafa í raun stokkið í öll verkefni,“ segir Arnar sem bætir því svo við að fyrirtæki á borð við Marel, Össur, Verkís, Icelandair Cargo, Héðin og Álheima hafi veitt liðinu mikinn stuðning. Arnar segir liðið vera reynslunni ríkara og það hyggist taka þátt aftur að ári. Að þessu inni tók liðið ekki þátt í kappaksturshlutanum en Arnar segir markmiðið vera að klára öll stig keppninnar að ári en einungis broti bílanna í keppninni tekst það. Þá stefnir liðið einnig á að vera með umhverfisvænsta bíl keppninnar. magnusl@frettbladid.is Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Fimmtán manna hópur nemenda við Háskóla Íslands tók um fyrri helgi þátt í alþjóðlegu hönnunarkeppninni Formula Student sem fram fór á Silverstone-kappakstursbrautinni í Bretlandi. Hópurinn hefur síðasta árið hannað rafknúinn kappakstursbíl. „Þetta gekk framar vonum. Við fengum verðlaun sem er ekkert annað en geðveikt fyrir lið sem er að taka þátt í fyrsta skipti. Öll reynslan sem við fengum þarna úti og það að sjá hvernig keppnin gengur fyrir sig, það var bara frábært,“ segir Arnar Freyr Lárusson sem leitt hefur vinnu hópsins. Alls tóku lið frá 110 skólum þátt í keppninni að þessu sinni en keppnin er haldin árlega. „Liðin koma alls staðar að úr heiminum og sum þeirra eyða tugum milljóna króna á ári í þróun bílsins auk þess að hafa starfsmenn í fullri vinnu hjá skólunum sínum við þetta,“ segir Arnar og bætir við: „Þegar fólkið úti heyrði hvað við erum í raun með takmörkuð aðföng trúði það varla að okkur hefði tekist að búa til fullmótaðan bíl.“ Íslenska liðið tók þátt í sjálfbærniflokki sem er flokkur fyrir bíla sem ganga fyrir óhefðbundnum orkugjöfum. Þótt markmiðið sé að hanna kappakstursbíl segir Arnar keppnina ekki vera kappakstur því mestur tími fari í að kynna hönnunina, viðskiptalíkanið og hugmyndafræði hópsins. „Liðin setja sig í spor fyrirtækis sem er að hanna bíl sem það vill svo kynna fyrir framleiðslufyrirtæki eða fjárfestum. Liðin þurfa því að hanna og búa til bílinn út frá viðskiptalegum forsendum og greina hvers konar viðskiptavini þau eru með í huga. En margt annað kemur reyndar til svo sem umhverfissjónarmið,“ segir Arnar. Fjöldi stórfyrirtækja fylgist með keppninni og eitt þeirra er Airbus sem veitir árlega einu liði, sem þykir vera samheldið og hafa lagt mikið á sig, peningaverðlaun. Í þetta skiptið hlaut íslenska liðið þau verðlaun. „Þeir voru eiginlega hrifnastir af því hvað við vorum sveigjanleg. Við erum með mjög lítið lið, einungis fimmtán manns, og með mjög takmörkuð fjárráð. Við höfum því þurft að haga okkur mjög íslenskt, það er, allir hjá okkur hafa í raun stokkið í öll verkefni,“ segir Arnar sem bætir því svo við að fyrirtæki á borð við Marel, Össur, Verkís, Icelandair Cargo, Héðin og Álheima hafi veitt liðinu mikinn stuðning. Arnar segir liðið vera reynslunni ríkara og það hyggist taka þátt aftur að ári. Að þessu inni tók liðið ekki þátt í kappaksturshlutanum en Arnar segir markmiðið vera að klára öll stig keppninnar að ári en einungis broti bílanna í keppninni tekst það. Þá stefnir liðið einnig á að vera með umhverfisvænsta bíl keppninnar. magnusl@frettbladid.is
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent