Þarf að taka Hringrás til rækilegrar endurskoðunar - íbúi vill þá burt Valur Grettisson skrifar 12. júlí 2011 11:08 Eldsvoðinn var mikill en vindáttin var íbúum í hag. Mynd/Vilhelm „Sem borgara, og að sjálfsögðu nefndarmanni hjá Reykjavíkurborg, þá bregður manni við að þetta sé að gerast á sama stað hjá sama fyrirtæki í annað skiptið. Það þarf að taka þetta til rækilegrar endurskoðunar," segir Hjálmar Sveinsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar um eldsvoðann í Hringrás í nótt. Þar kviknaði í dekkjum og rusli með þeim afleiðingum að mikinn mökk lagði af svæðinu. Það sem varð íbúum til happs var hagstæð vindátt ólíkt brunanum árið 2004, þegar kviknaði einnig í dekkjastæðum, með þeim afleiðingum að flytja þurfti 600 manns af heimilum sínum. Hjálmar situr í umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkurborgar, en hann hann segist ekki hafa faglegar forsendur til þess að gagnrýna málið sjálft og benti því á heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar. Hringrás starfar samkvæmt starfsleyfisskilyrðum frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur en svo vill til að starfsmenn eftirlitsins tóku út svæðið fyrir um viku síðan. Þá kom í ljós að aðstæður stóðust þær kröfur sem settar voru í samninginn á milli borgar og Hringrásar. Starfsleyfisskilyrði Hringrásar var strax framlengt eftir eldsvoðann árið 2004. Það var svo endurnýjað árið 2008. Leyfið gildir í tólf ár en mögulegt er að endurskoða það á fjögurra ára fresti. Íbúi á svæðinu sem Vísir ræddi við sagði einn eldsvoða meira en nóg. Norðan-áttin væri ríkjandi á svæðinu og því ljóst að menn voru afar heppnir í nótt með vindátt. Íbúinn spurði ennfremur hvort það þyrfti að bíða eftir þriðja eldsvoðanum til þess að forsvarsmenn áttuðu sig á því að svona starfsemi ætti ekki heima nálægt byggð. Formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar, Kristín Soffía Jónsdóttir, gat ekki tjáð sig um málið þegar eftir því var leitað, þar sem hún er á ferðalagi út á landi. Eldurinn gaus upp á þriðja tímanum í nótt og var allt tiltækt lið slökkviliðsmanna kallað út. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðstjóri, sagði sína menn orðna þreytta. „Þetta er svakalega mikil og erfið vinna fyrir utan hvað þetta er mikil skítavinna þegar þú ert allur skítugur og andar að þér óheilnæmum lofttegundum. Þannig að þetta er dálítið íþyngjandi en við erum að komast fyrir horn og vonum að það séu ekki nema örfáir klukkutímar eftir." Tengdar fréttir Gríðarmikill eldur í Sundahöfn Gríðarlega mikill eldur kviknaði í dekkjum á svæði Hringrásar á fjórða tímanum í nótt. Allt tiltækt lið slökkviliðsins hefur verið kallað út og berst við eldinn. Segjum nánar frá eins skjótt og fréttir berast. Gríðarlega mikill eldur kviknaði í dekkjum á svæði Hringrásar á fjórða tímanum í nótt. Allt tiltækt lið slökkviliðsins hefur verið kallað út og berst við eldinn. Segjum nánar frá eins skjótt og fréttir berast. 12. júlí 2011 04:06 Enn barist við eldinn "Það er verið að berjast við þetta. Það er allt tiltækt lið á staðnum og jafnframt var aukamannskapur kallaður út. Þeir eru að vinna í þessu,“ segir slökkviliðsmaður sem Vísir talaði við í nótt. Eldur kviknaði á svæði Hringrásar í Sundahöfn um fjögurleytið í nótt. 12. júlí 2011 04:31 Þakklæti til slökkviliðs og lögreglu efst í huga Orsakir eldsins á svæði Hringrásar við Sundahöfn eru ókunnar. Þegar er hafin handa við að rannsaka eldsupptökin. Eldurinn kom upp í dekkjum á Hringrásarsvæðinu á þriðja tímanum í nótt. 12. júlí 2011 05:43 Slökkvistarf gengið greiðlegar en 2004 Mun greiðlegar hefur gengið að ráða niðurlögum eldsins í Hringrás núna en árið 2004, segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að aðalástæðan sé sú að eldsmatur sé mun minni núna en var þá. 12. júlí 2011 07:49 Eldurinn hefur minnkað Slökkviliðsmenn virðast hafa náð tökum á eldinum. Hann er miklu minni en hann var fyrr í morgun, segir Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Fréttablaðsins sem stendur vaktina við Hringrás í Sundahöfn. 12. júlí 2011 05:19 Íbúar í Kleppsholti loki gluggum Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur náð tökum á eldi sem logað hefur á Hringrásarsvæðinu frá því á þriðja tímanum í nótt. Tölverðan reyk leggur frá svæðinu. Vindáttin er enn af landi og reyk leggur út á haf. Íbúar í Kleppsholti eru beðnir um að hafa glugga lokaða þó svo að reyk leggi ekki yfir hverfið þar sem lyktarmengun er talsverð, að því er fram kemur í tilkynningu frá almannavörnum. 12. júlí 2011 07:14 Aðgerðarstjórn kölluð saman í Samhæfingarmiðstöðina Aðgerðarstjórn höfuðborgarsvæðisins var kölluð saman í Samhæfingarstöðina í Skógarhlíð í morgun vegna eldsins hjá Hringrás í Sundahöfn. Almannavarnaástandi hefur ekki verið lýst yfir en starfsmenn stöðvarinnar eru í viðbragðsstöðu. 12. júlí 2011 06:09 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
„Sem borgara, og að sjálfsögðu nefndarmanni hjá Reykjavíkurborg, þá bregður manni við að þetta sé að gerast á sama stað hjá sama fyrirtæki í annað skiptið. Það þarf að taka þetta til rækilegrar endurskoðunar," segir Hjálmar Sveinsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar um eldsvoðann í Hringrás í nótt. Þar kviknaði í dekkjum og rusli með þeim afleiðingum að mikinn mökk lagði af svæðinu. Það sem varð íbúum til happs var hagstæð vindátt ólíkt brunanum árið 2004, þegar kviknaði einnig í dekkjastæðum, með þeim afleiðingum að flytja þurfti 600 manns af heimilum sínum. Hjálmar situr í umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkurborgar, en hann hann segist ekki hafa faglegar forsendur til þess að gagnrýna málið sjálft og benti því á heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar. Hringrás starfar samkvæmt starfsleyfisskilyrðum frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur en svo vill til að starfsmenn eftirlitsins tóku út svæðið fyrir um viku síðan. Þá kom í ljós að aðstæður stóðust þær kröfur sem settar voru í samninginn á milli borgar og Hringrásar. Starfsleyfisskilyrði Hringrásar var strax framlengt eftir eldsvoðann árið 2004. Það var svo endurnýjað árið 2008. Leyfið gildir í tólf ár en mögulegt er að endurskoða það á fjögurra ára fresti. Íbúi á svæðinu sem Vísir ræddi við sagði einn eldsvoða meira en nóg. Norðan-áttin væri ríkjandi á svæðinu og því ljóst að menn voru afar heppnir í nótt með vindátt. Íbúinn spurði ennfremur hvort það þyrfti að bíða eftir þriðja eldsvoðanum til þess að forsvarsmenn áttuðu sig á því að svona starfsemi ætti ekki heima nálægt byggð. Formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar, Kristín Soffía Jónsdóttir, gat ekki tjáð sig um málið þegar eftir því var leitað, þar sem hún er á ferðalagi út á landi. Eldurinn gaus upp á þriðja tímanum í nótt og var allt tiltækt lið slökkviliðsmanna kallað út. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðstjóri, sagði sína menn orðna þreytta. „Þetta er svakalega mikil og erfið vinna fyrir utan hvað þetta er mikil skítavinna þegar þú ert allur skítugur og andar að þér óheilnæmum lofttegundum. Þannig að þetta er dálítið íþyngjandi en við erum að komast fyrir horn og vonum að það séu ekki nema örfáir klukkutímar eftir."
Tengdar fréttir Gríðarmikill eldur í Sundahöfn Gríðarlega mikill eldur kviknaði í dekkjum á svæði Hringrásar á fjórða tímanum í nótt. Allt tiltækt lið slökkviliðsins hefur verið kallað út og berst við eldinn. Segjum nánar frá eins skjótt og fréttir berast. Gríðarlega mikill eldur kviknaði í dekkjum á svæði Hringrásar á fjórða tímanum í nótt. Allt tiltækt lið slökkviliðsins hefur verið kallað út og berst við eldinn. Segjum nánar frá eins skjótt og fréttir berast. 12. júlí 2011 04:06 Enn barist við eldinn "Það er verið að berjast við þetta. Það er allt tiltækt lið á staðnum og jafnframt var aukamannskapur kallaður út. Þeir eru að vinna í þessu,“ segir slökkviliðsmaður sem Vísir talaði við í nótt. Eldur kviknaði á svæði Hringrásar í Sundahöfn um fjögurleytið í nótt. 12. júlí 2011 04:31 Þakklæti til slökkviliðs og lögreglu efst í huga Orsakir eldsins á svæði Hringrásar við Sundahöfn eru ókunnar. Þegar er hafin handa við að rannsaka eldsupptökin. Eldurinn kom upp í dekkjum á Hringrásarsvæðinu á þriðja tímanum í nótt. 12. júlí 2011 05:43 Slökkvistarf gengið greiðlegar en 2004 Mun greiðlegar hefur gengið að ráða niðurlögum eldsins í Hringrás núna en árið 2004, segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að aðalástæðan sé sú að eldsmatur sé mun minni núna en var þá. 12. júlí 2011 07:49 Eldurinn hefur minnkað Slökkviliðsmenn virðast hafa náð tökum á eldinum. Hann er miklu minni en hann var fyrr í morgun, segir Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Fréttablaðsins sem stendur vaktina við Hringrás í Sundahöfn. 12. júlí 2011 05:19 Íbúar í Kleppsholti loki gluggum Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur náð tökum á eldi sem logað hefur á Hringrásarsvæðinu frá því á þriðja tímanum í nótt. Tölverðan reyk leggur frá svæðinu. Vindáttin er enn af landi og reyk leggur út á haf. Íbúar í Kleppsholti eru beðnir um að hafa glugga lokaða þó svo að reyk leggi ekki yfir hverfið þar sem lyktarmengun er talsverð, að því er fram kemur í tilkynningu frá almannavörnum. 12. júlí 2011 07:14 Aðgerðarstjórn kölluð saman í Samhæfingarmiðstöðina Aðgerðarstjórn höfuðborgarsvæðisins var kölluð saman í Samhæfingarstöðina í Skógarhlíð í morgun vegna eldsins hjá Hringrás í Sundahöfn. Almannavarnaástandi hefur ekki verið lýst yfir en starfsmenn stöðvarinnar eru í viðbragðsstöðu. 12. júlí 2011 06:09 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Gríðarmikill eldur í Sundahöfn Gríðarlega mikill eldur kviknaði í dekkjum á svæði Hringrásar á fjórða tímanum í nótt. Allt tiltækt lið slökkviliðsins hefur verið kallað út og berst við eldinn. Segjum nánar frá eins skjótt og fréttir berast. Gríðarlega mikill eldur kviknaði í dekkjum á svæði Hringrásar á fjórða tímanum í nótt. Allt tiltækt lið slökkviliðsins hefur verið kallað út og berst við eldinn. Segjum nánar frá eins skjótt og fréttir berast. 12. júlí 2011 04:06
Enn barist við eldinn "Það er verið að berjast við þetta. Það er allt tiltækt lið á staðnum og jafnframt var aukamannskapur kallaður út. Þeir eru að vinna í þessu,“ segir slökkviliðsmaður sem Vísir talaði við í nótt. Eldur kviknaði á svæði Hringrásar í Sundahöfn um fjögurleytið í nótt. 12. júlí 2011 04:31
Þakklæti til slökkviliðs og lögreglu efst í huga Orsakir eldsins á svæði Hringrásar við Sundahöfn eru ókunnar. Þegar er hafin handa við að rannsaka eldsupptökin. Eldurinn kom upp í dekkjum á Hringrásarsvæðinu á þriðja tímanum í nótt. 12. júlí 2011 05:43
Slökkvistarf gengið greiðlegar en 2004 Mun greiðlegar hefur gengið að ráða niðurlögum eldsins í Hringrás núna en árið 2004, segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að aðalástæðan sé sú að eldsmatur sé mun minni núna en var þá. 12. júlí 2011 07:49
Eldurinn hefur minnkað Slökkviliðsmenn virðast hafa náð tökum á eldinum. Hann er miklu minni en hann var fyrr í morgun, segir Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Fréttablaðsins sem stendur vaktina við Hringrás í Sundahöfn. 12. júlí 2011 05:19
Íbúar í Kleppsholti loki gluggum Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur náð tökum á eldi sem logað hefur á Hringrásarsvæðinu frá því á þriðja tímanum í nótt. Tölverðan reyk leggur frá svæðinu. Vindáttin er enn af landi og reyk leggur út á haf. Íbúar í Kleppsholti eru beðnir um að hafa glugga lokaða þó svo að reyk leggi ekki yfir hverfið þar sem lyktarmengun er talsverð, að því er fram kemur í tilkynningu frá almannavörnum. 12. júlí 2011 07:14
Aðgerðarstjórn kölluð saman í Samhæfingarmiðstöðina Aðgerðarstjórn höfuðborgarsvæðisins var kölluð saman í Samhæfingarstöðina í Skógarhlíð í morgun vegna eldsins hjá Hringrás í Sundahöfn. Almannavarnaástandi hefur ekki verið lýst yfir en starfsmenn stöðvarinnar eru í viðbragðsstöðu. 12. júlí 2011 06:09
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir