Hættið að rífast innbyrðis, horfið fram á veginn og verið glöð Helga Arnardóttir skrifar 12. apríl 2011 19:35 Forstöðumaður greiningardeildar Danske bank sem varð þekktur fyrir að spá fjárhagslegri kreppu hér á landi árið 2006 segir efnahagslífið nú vera í miklum bata og hvetur Íslendinga til að dvelja ekki í fortíðinni og horfa fram á veginn. Christensen greindi frá nýrri spá Danske Bank á Nordica hóteli í dag og var fundurinn á vegum VÍB. „Efnahagsbatinn er hafinn á Íslandi, burtséð frá Icesave. Ég tel að betri tímar séu fram undan hvað varðar stöðu efnhagsmála," sagði Christensen í dag. Hann segir að hagvöxturinn á Íslandi aukist um 3-5 % á næstu þremur árum, verðbólgan verður undir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans og forsendur eru fyrir því að krónan styrkist um 25 % á næstu þremur árum. Þá mun einkaneysla hér á landi aukast um þrjú prósent en hægar næstu árin. Laun hækka um fjögur prósent en atvinnuleysið hins vegar helst að hans mati óbreytt eða um 10 % næstu þrjú árin. Í svartri skýrslu Danske Bank árið 2006 varaði Lars Christensen við ofhitnun æu íslenska bankakerfinu, of mikilli skuldsetningu íslenskra heimila og hárri verðbólgu. Við gagnrýni Christensens var harkalega brugðist á Íslandi. Greiningardeildir bankanna gerðu lítið úr ábendingum Danske bank og sögðu þær hrakspár. Ásgeir Jónsson aðalhagfræðingur Kaupþings sagði skýrsluna morandi í rangfærslum og villtum fantasíum Edda Rós Karlsdóttir hjá greiningardeild Landsbankans sagði hana út úr kortinu. Seðlabankastjórinn Davíð Oddsson sagði skrifin illa grunduð og í þeim væru rangfærslur. Raunar sagði Christensen þetta um stjórn Seðlabankans fyrir hrun. „Mamma sagði alltaf við mig: „Ekki eyða meiri peningum en þú átt." Þetta er mömmuhagfræðin. Ef mamma hefði verið seðlabankastjóri á Íslandi 2006 hefði engin kreppa orðið í þessu landi, það get ég sagt ykkur." Gylfi Magnússon hagfræðiprófessor sagði þetta við skýrslu Danske bank: „Ég held að Danirnir hafi nú eitthvað verið að flýta sér og dregið helst til stórkarlalegar ályktanir." Og Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra velti því fyrir sér hvort sjálfsmynd Dana hefði eitthvað rispast eftir að Íslendingar fóru að fjárfesta í Danmörku. Danske bank telur niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar ekki hafa veruleg áhrif á endurreisnina þó hún auki vissulega óvissuna. Hann hins vegar gagnrýndi málflutning forseta Íslands sem var í viðtali hjá Bloomberg í gær. Hann telur brýnt að íslensk stjórnvöld greini rétt frá gangi mála og það hjálpi ekki Íslendingum að gera lítið úr matsfyrirtækjum á alþjóðavettvangi. Ég held að breyta þyrfti því viðhorfi sem beinist að alþjóðlegum fjárfestum og fjármagnsmörkuðum og taka upp hógværari, gegnsærri og opnari nálgun í stað fjandsamlegrar nálgunar. Ég held að það sé kominn tími til að halda lífinu áfram og horfa fram á veginn í stað þess að horfa um öxl," sagði Christensen. „Og svo hef ég eina bón til ykkar allra: Hættið að rífast innbyrðis, horfið fram á veginn og verið glöð. Vorið er að koma. Við verðum að vera jákvæðari og bjartsýnni. Þakka ykkur fyrir." Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Sjá meira
Forstöðumaður greiningardeildar Danske bank sem varð þekktur fyrir að spá fjárhagslegri kreppu hér á landi árið 2006 segir efnahagslífið nú vera í miklum bata og hvetur Íslendinga til að dvelja ekki í fortíðinni og horfa fram á veginn. Christensen greindi frá nýrri spá Danske Bank á Nordica hóteli í dag og var fundurinn á vegum VÍB. „Efnahagsbatinn er hafinn á Íslandi, burtséð frá Icesave. Ég tel að betri tímar séu fram undan hvað varðar stöðu efnhagsmála," sagði Christensen í dag. Hann segir að hagvöxturinn á Íslandi aukist um 3-5 % á næstu þremur árum, verðbólgan verður undir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans og forsendur eru fyrir því að krónan styrkist um 25 % á næstu þremur árum. Þá mun einkaneysla hér á landi aukast um þrjú prósent en hægar næstu árin. Laun hækka um fjögur prósent en atvinnuleysið hins vegar helst að hans mati óbreytt eða um 10 % næstu þrjú árin. Í svartri skýrslu Danske Bank árið 2006 varaði Lars Christensen við ofhitnun æu íslenska bankakerfinu, of mikilli skuldsetningu íslenskra heimila og hárri verðbólgu. Við gagnrýni Christensens var harkalega brugðist á Íslandi. Greiningardeildir bankanna gerðu lítið úr ábendingum Danske bank og sögðu þær hrakspár. Ásgeir Jónsson aðalhagfræðingur Kaupþings sagði skýrsluna morandi í rangfærslum og villtum fantasíum Edda Rós Karlsdóttir hjá greiningardeild Landsbankans sagði hana út úr kortinu. Seðlabankastjórinn Davíð Oddsson sagði skrifin illa grunduð og í þeim væru rangfærslur. Raunar sagði Christensen þetta um stjórn Seðlabankans fyrir hrun. „Mamma sagði alltaf við mig: „Ekki eyða meiri peningum en þú átt." Þetta er mömmuhagfræðin. Ef mamma hefði verið seðlabankastjóri á Íslandi 2006 hefði engin kreppa orðið í þessu landi, það get ég sagt ykkur." Gylfi Magnússon hagfræðiprófessor sagði þetta við skýrslu Danske bank: „Ég held að Danirnir hafi nú eitthvað verið að flýta sér og dregið helst til stórkarlalegar ályktanir." Og Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra velti því fyrir sér hvort sjálfsmynd Dana hefði eitthvað rispast eftir að Íslendingar fóru að fjárfesta í Danmörku. Danske bank telur niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar ekki hafa veruleg áhrif á endurreisnina þó hún auki vissulega óvissuna. Hann hins vegar gagnrýndi málflutning forseta Íslands sem var í viðtali hjá Bloomberg í gær. Hann telur brýnt að íslensk stjórnvöld greini rétt frá gangi mála og það hjálpi ekki Íslendingum að gera lítið úr matsfyrirtækjum á alþjóðavettvangi. Ég held að breyta þyrfti því viðhorfi sem beinist að alþjóðlegum fjárfestum og fjármagnsmörkuðum og taka upp hógværari, gegnsærri og opnari nálgun í stað fjandsamlegrar nálgunar. Ég held að það sé kominn tími til að halda lífinu áfram og horfa fram á veginn í stað þess að horfa um öxl," sagði Christensen. „Og svo hef ég eina bón til ykkar allra: Hættið að rífast innbyrðis, horfið fram á veginn og verið glöð. Vorið er að koma. Við verðum að vera jákvæðari og bjartsýnni. Þakka ykkur fyrir."
Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Sjá meira