Leita samstarfs við Íslendinga vegna siglinga um Norðurskautið Kristján Már Unnarsson skrifar 12. apríl 2011 19:14 Kínverjar sem og ráðamenn fleiri þjóða hafa rætt þann möguleika við íslensk stjórnvöld að á Íslandi verði þjónusta vegna siglinga yfir Norðurskautið. Kínverjar áforma í sumar að láta ísbrjótinn Snjódrekann sigla norðausturleiðina úr Kyrrahafi, með norðurströnd Rússlands og til Íslands, en því er nú spáð að þarna muni á næstu áratugum opnast ábatasöm siglingaleið milli Asíu og Evrópu. Íslenskt stjórnvöld finna fyrir áhuganum. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að kínverskur ráðherra hafi komið hingað til lands sérstaklega til að ræða þann möguleika að efna til samstarfs við Ísland um þjónustu við þær siglingar. Sveitarfélög á Norðausturlandi sjá þarna tækifæri og hafa sameinast um að vinna að því að stór höfn verði gerð í Gunnólfsvík á Langanesi, og það vekur athygli að kínverski sendiherrann á Íslandi fór þangað í haust að skoða aðstæður. Össur segir margar þjóðir hafa áhuga. Þannig hafi utanríkisráðherra Singapúr beinlínis verið hér á ferðinni fyrir 4-5 mánuðum til að ræða þessi sömu mál. Þeir hafi einnig áhuga á samstarfi við Íslendinga um þessa siglingaleið. Áhuginn skýrist af fjögurþúsund kílómetra styttingu siglingaleiðar milli helstu hafnarborga Austur-Asíu og Vestur-Evrópu. Össur segir að kostnaður við að flytja vörur milli Kyrrahafs og Norður-Atlantshafs gæti kannski minnkað um 40 prósent. Því hefur almennt verið spáð að áratugir eigi enn eftir að líða þar til vörusiglingar hefjist fyrir alvöru yfir pólinn. Össur telur að þetta gæti gerst fyrr. Bráðnun hafíss á norðurslóðum hafi reynst miklu örari á síðustu tíu árum heldur enn menn gerðu ráð fyrir. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira
Kínverjar sem og ráðamenn fleiri þjóða hafa rætt þann möguleika við íslensk stjórnvöld að á Íslandi verði þjónusta vegna siglinga yfir Norðurskautið. Kínverjar áforma í sumar að láta ísbrjótinn Snjódrekann sigla norðausturleiðina úr Kyrrahafi, með norðurströnd Rússlands og til Íslands, en því er nú spáð að þarna muni á næstu áratugum opnast ábatasöm siglingaleið milli Asíu og Evrópu. Íslenskt stjórnvöld finna fyrir áhuganum. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að kínverskur ráðherra hafi komið hingað til lands sérstaklega til að ræða þann möguleika að efna til samstarfs við Ísland um þjónustu við þær siglingar. Sveitarfélög á Norðausturlandi sjá þarna tækifæri og hafa sameinast um að vinna að því að stór höfn verði gerð í Gunnólfsvík á Langanesi, og það vekur athygli að kínverski sendiherrann á Íslandi fór þangað í haust að skoða aðstæður. Össur segir margar þjóðir hafa áhuga. Þannig hafi utanríkisráðherra Singapúr beinlínis verið hér á ferðinni fyrir 4-5 mánuðum til að ræða þessi sömu mál. Þeir hafi einnig áhuga á samstarfi við Íslendinga um þessa siglingaleið. Áhuginn skýrist af fjögurþúsund kílómetra styttingu siglingaleiðar milli helstu hafnarborga Austur-Asíu og Vestur-Evrópu. Össur segir að kostnaður við að flytja vörur milli Kyrrahafs og Norður-Atlantshafs gæti kannski minnkað um 40 prósent. Því hefur almennt verið spáð að áratugir eigi enn eftir að líða þar til vörusiglingar hefjist fyrir alvöru yfir pólinn. Össur telur að þetta gæti gerst fyrr. Bráðnun hafíss á norðurslóðum hafi reynst miklu örari á síðustu tíu árum heldur enn menn gerðu ráð fyrir.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira