Bjarni Ben: Kosningar munu tryggja traust á milli þings og þjóðar Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 12. apríl 2011 18:45 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins lagði á Alþingi í dag fram tillögu um vantraust á ríkisstjórnina. Í tillögunni er þess krafist að þing verði rofið 11.maí og boðað til kosninga. Forsætisráðherra fagnaði tillögunni og þakkaði Bjarna fyrir að leggja hana fram. Í umræðum um munnlega skýrslu forsætisráðherra um niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar og framhald Icesave-málsins var Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og sagði hana skorta traust þjóðarinnar. „Það eru hagsmunir þjóðarinnar að það verði boðað til kosninga sem fyrst, það mun tryggja traust á milli þings og þjóðar við það mál sem hér er á dagskrá. En það mun ekki síður endurvekja traust á þessari mikilvægustu og valdamestu stofnun landsins þess vegna verðum við að ganga til kosninga. Frú forseti, ég mun leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina í dag," sagði Bjarni á Alþingi í dag. Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, sagði að með vantrauststillögunni væri Bjarni að kalla eftir pólitískri upplausn í landinu á mjög erfiðum tímum. Hún fagnaði þó tillögunni að vissu leyti. „Ég segi nú bara, virðulegur forseti, loksins, loksins mannar stjórnarandstaðan sig upp í það að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina. [...] Ég vil bara enda á því að þakka formanni Sjálfstæðisflokksins fyrir að ætla að flytja vantraust á ríkisstjórnina og þjappa þar með stjórnarliðinu saman, kærar þakkir Bjani Benediktsson," sagði Jóhanna í dag. Óvíst er með stuðning Framsóknarmanna við vantrauststillöguna. Þeir eru samkvæmt heimildum fréttastofu óánægðir með að hafa ekki fengið að vera með í ráðum og telja að eðlilegast hefði verið að allur minnihlutinn sameinaðist um slíka tillögu. Styðji Framsóknarmenn tillöguna er staðan sú að stjórnin nýtur stuðnings 34 þingmanna gegn 29 þingmönnum stjórnarandstöðu. Þá er óvíst hvernig hin svokallaða órólega deild Vinstri Grænna mun greiða atkvæði, ráðherrarnir Jón Bjarnason og Ögmundur Jónasson sem og þingmennirnir Ásmundur Einar Daðason og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir. Atli Gíslason, sem nýverið sagði sig úr þingflokki Vinstri Grænna, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hans stuðningur væri ekki sjálfgefinn. Þá ætla þingmenn Hreyfingarinnar sér að bera tillöguna upp fyrir bakland sitt áður en þeir taka afstöðu til hennar. Síðast var lögð fram vantrauststillaga á ríkisstjórn Geirs H. Haarde í kjölfar bankahrunsins 24. nóvember 2008, sú tillaga var felld. Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins lagði á Alþingi í dag fram tillögu um vantraust á ríkisstjórnina. Í tillögunni er þess krafist að þing verði rofið 11.maí og boðað til kosninga. Forsætisráðherra fagnaði tillögunni og þakkaði Bjarna fyrir að leggja hana fram. Í umræðum um munnlega skýrslu forsætisráðherra um niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar og framhald Icesave-málsins var Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og sagði hana skorta traust þjóðarinnar. „Það eru hagsmunir þjóðarinnar að það verði boðað til kosninga sem fyrst, það mun tryggja traust á milli þings og þjóðar við það mál sem hér er á dagskrá. En það mun ekki síður endurvekja traust á þessari mikilvægustu og valdamestu stofnun landsins þess vegna verðum við að ganga til kosninga. Frú forseti, ég mun leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina í dag," sagði Bjarni á Alþingi í dag. Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, sagði að með vantrauststillögunni væri Bjarni að kalla eftir pólitískri upplausn í landinu á mjög erfiðum tímum. Hún fagnaði þó tillögunni að vissu leyti. „Ég segi nú bara, virðulegur forseti, loksins, loksins mannar stjórnarandstaðan sig upp í það að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina. [...] Ég vil bara enda á því að þakka formanni Sjálfstæðisflokksins fyrir að ætla að flytja vantraust á ríkisstjórnina og þjappa þar með stjórnarliðinu saman, kærar þakkir Bjani Benediktsson," sagði Jóhanna í dag. Óvíst er með stuðning Framsóknarmanna við vantrauststillöguna. Þeir eru samkvæmt heimildum fréttastofu óánægðir með að hafa ekki fengið að vera með í ráðum og telja að eðlilegast hefði verið að allur minnihlutinn sameinaðist um slíka tillögu. Styðji Framsóknarmenn tillöguna er staðan sú að stjórnin nýtur stuðnings 34 þingmanna gegn 29 þingmönnum stjórnarandstöðu. Þá er óvíst hvernig hin svokallaða órólega deild Vinstri Grænna mun greiða atkvæði, ráðherrarnir Jón Bjarnason og Ögmundur Jónasson sem og þingmennirnir Ásmundur Einar Daðason og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir. Atli Gíslason, sem nýverið sagði sig úr þingflokki Vinstri Grænna, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hans stuðningur væri ekki sjálfgefinn. Þá ætla þingmenn Hreyfingarinnar sér að bera tillöguna upp fyrir bakland sitt áður en þeir taka afstöðu til hennar. Síðast var lögð fram vantrauststillaga á ríkisstjórn Geirs H. Haarde í kjölfar bankahrunsins 24. nóvember 2008, sú tillaga var felld.
Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent