Pétur kemur heim í dag: „Hann er ótrúlega sterkur“ Erla Hlynsdóttir skrifar 13. janúar 2011 10:36 Pétur Kristján hefur ferðast víða um heim, er bæði orkumikill og jákvæður Mynd af stuðningssíðunni hans Pétur Kristján Guðmundsson, sem lenti í alvarlegu slysi í Austurríki um áramótin, kemur aftur til Íslands í dag. Hann hefur legið á sjúkrahúsi í Innsbruck frá því slysið varð en er nú á leið heim með flugvél Landhelgisgæslunnar. „Hann er ótrúlega sterkur," segir faðir Péturs, Guðmundur Geir Sigurðsson.Löng endurhæfing Pétur er væntanlegur til landsins síðdegis og verður hann þá fluttur í einangrun á Landspítalanum, eins og venja er þegar sjúklingar koma af sjúkrahúsum erlendis. Pétur á síðan fyrir höndum langa endurhæfingu á Grensás. Læknar í Austurríki mátu meiðsl Péturs þannig að hann væri lamaður fyrir neðan mitti en hann hefur síðan fengið örlitla tilfinningu í fæturna. „Skaðinn er ekki algjör. Þetta gefur manni von," segir Guðmundur. Pétur, sem er 24 ára gamall, var á göngu í fjallshlíð að fylgjast með flugeldasýningu í Innstbruck þegar honum skrikaði fótur og hann féll níu metra niður á harða stétt. Hann hlaut mænuskaða við slysið og er kominn í hjólastól.Ástríða fyrir kvikmyndagerð „Hann rennir sér ekki á snjóbretti aftur," segir Guðmundur en sonur hans var mikill snjóbrettakappi. Pétur er orkumikill með fjölbreytileg áhugamál og hefur hann síðustu ár verið að þreifa sig áfram við kvikmyndagerð. Hann setti á laggirnar lítið kvikmyndafyrirtæki, Trailerpark Studios, og hefur meðal annars komið að gerð auglýsingar fyrir Amnesty International. Guðmundur segir Pétur bera sig ótrúlega vel miðað við aðstæður. „Hann ætlar ekkert að gefast upp. Hann er með skýra sýn á hvað hann ætlar að gera núna. Hann hefur gríðarlega ástríðu fyrir kvikmyndagerð og ætlar að halda henni áfram. Hann getur það alveg þó hann sé í hjólastól," segir Guðmundur. Hann kemur sjálfur til Íslands með flugi síðdegis en í för með Pétri í sjúkrafluginu eru unnusta hans, móðir og tengdaforeldrar. Tenglar:Heimasíða kvikmyndafyrirtækisins Trailerpark Studios Stuðningssíða Péturs á Facebook Tengdar fréttir Sonurinn lamaður fyrir neðan mitti - „Hrikalegt áfall“ Íslenskur karlmaður liggur alvarlega slasaður á sjúkrahúsi í Innsbruck í Austurríki eftir að hafa lent í slysi á gamlárskvöld. Maðurinn heitir Pétur Kristján Guðmundsson og er 24 ára gamall. Hann var á göngu í fjallshlíð með félaga sínum eftir að hafa fylgst með flugeldasýningu þegar hann féll fram af hengju. Pétur Kristján hlaut við fallið mænuskaða og er lamaður fyrir neðan mitti. 5. janúar 2011 11:09 Fjölskyldan þakkar hlýhug Líðan Péturs Kristjáns Guðmundssonar, sem slasaðist þegar hann féll fram af bjargi í Austurríki á nýársnótt og skaddaðist alvarlega á mænu, er stöðug og er hann á batavegi, samkvæmt upplýsingum frá fjölskyldu hans. Vonir standa til að Pétur geti komist heim til Íslands sem fyrst. 9. janúar 2011 13:26 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Pétur Kristján Guðmundsson, sem lenti í alvarlegu slysi í Austurríki um áramótin, kemur aftur til Íslands í dag. Hann hefur legið á sjúkrahúsi í Innsbruck frá því slysið varð en er nú á leið heim með flugvél Landhelgisgæslunnar. „Hann er ótrúlega sterkur," segir faðir Péturs, Guðmundur Geir Sigurðsson.Löng endurhæfing Pétur er væntanlegur til landsins síðdegis og verður hann þá fluttur í einangrun á Landspítalanum, eins og venja er þegar sjúklingar koma af sjúkrahúsum erlendis. Pétur á síðan fyrir höndum langa endurhæfingu á Grensás. Læknar í Austurríki mátu meiðsl Péturs þannig að hann væri lamaður fyrir neðan mitti en hann hefur síðan fengið örlitla tilfinningu í fæturna. „Skaðinn er ekki algjör. Þetta gefur manni von," segir Guðmundur. Pétur, sem er 24 ára gamall, var á göngu í fjallshlíð að fylgjast með flugeldasýningu í Innstbruck þegar honum skrikaði fótur og hann féll níu metra niður á harða stétt. Hann hlaut mænuskaða við slysið og er kominn í hjólastól.Ástríða fyrir kvikmyndagerð „Hann rennir sér ekki á snjóbretti aftur," segir Guðmundur en sonur hans var mikill snjóbrettakappi. Pétur er orkumikill með fjölbreytileg áhugamál og hefur hann síðustu ár verið að þreifa sig áfram við kvikmyndagerð. Hann setti á laggirnar lítið kvikmyndafyrirtæki, Trailerpark Studios, og hefur meðal annars komið að gerð auglýsingar fyrir Amnesty International. Guðmundur segir Pétur bera sig ótrúlega vel miðað við aðstæður. „Hann ætlar ekkert að gefast upp. Hann er með skýra sýn á hvað hann ætlar að gera núna. Hann hefur gríðarlega ástríðu fyrir kvikmyndagerð og ætlar að halda henni áfram. Hann getur það alveg þó hann sé í hjólastól," segir Guðmundur. Hann kemur sjálfur til Íslands með flugi síðdegis en í för með Pétri í sjúkrafluginu eru unnusta hans, móðir og tengdaforeldrar. Tenglar:Heimasíða kvikmyndafyrirtækisins Trailerpark Studios Stuðningssíða Péturs á Facebook
Tengdar fréttir Sonurinn lamaður fyrir neðan mitti - „Hrikalegt áfall“ Íslenskur karlmaður liggur alvarlega slasaður á sjúkrahúsi í Innsbruck í Austurríki eftir að hafa lent í slysi á gamlárskvöld. Maðurinn heitir Pétur Kristján Guðmundsson og er 24 ára gamall. Hann var á göngu í fjallshlíð með félaga sínum eftir að hafa fylgst með flugeldasýningu þegar hann féll fram af hengju. Pétur Kristján hlaut við fallið mænuskaða og er lamaður fyrir neðan mitti. 5. janúar 2011 11:09 Fjölskyldan þakkar hlýhug Líðan Péturs Kristjáns Guðmundssonar, sem slasaðist þegar hann féll fram af bjargi í Austurríki á nýársnótt og skaddaðist alvarlega á mænu, er stöðug og er hann á batavegi, samkvæmt upplýsingum frá fjölskyldu hans. Vonir standa til að Pétur geti komist heim til Íslands sem fyrst. 9. janúar 2011 13:26 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Sonurinn lamaður fyrir neðan mitti - „Hrikalegt áfall“ Íslenskur karlmaður liggur alvarlega slasaður á sjúkrahúsi í Innsbruck í Austurríki eftir að hafa lent í slysi á gamlárskvöld. Maðurinn heitir Pétur Kristján Guðmundsson og er 24 ára gamall. Hann var á göngu í fjallshlíð með félaga sínum eftir að hafa fylgst með flugeldasýningu þegar hann féll fram af hengju. Pétur Kristján hlaut við fallið mænuskaða og er lamaður fyrir neðan mitti. 5. janúar 2011 11:09
Fjölskyldan þakkar hlýhug Líðan Péturs Kristjáns Guðmundssonar, sem slasaðist þegar hann féll fram af bjargi í Austurríki á nýársnótt og skaddaðist alvarlega á mænu, er stöðug og er hann á batavegi, samkvæmt upplýsingum frá fjölskyldu hans. Vonir standa til að Pétur geti komist heim til Íslands sem fyrst. 9. janúar 2011 13:26