Ríkissaksóknari: „Mér finnst þetta forkastanlegt“ Valur Grettisson skrifar 5. janúar 2011 10:06 Valtýr Sigurðsson segir kæruna forkastanlega. „Mér finnst þetta forkastanlegt,“ segir Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari, um kæru Hannesar Smárasonar á hendur honum og Helga Magnúsi Gunnarssyni, saksóknara efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans. Það var Fréttablaðið sem greindi frá því í dag að Hannes hefði kært þá fyrir brot gegn þagnarskyldu í opnberu starfi. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er aðdragandi þessa máls með þeim hætti að Helgi Magnús sendi ríkissaksóknara tölvupóst í mars 2010, þess efnis að fulltrúi tiltekins kröfuhafa hefði farið fram á að fá afhent afrit af gögnum sem embætti Skattrannsóknarstjóra hafði aflað með húsleit, meðal annars hjá FL Group. Gögnin hafði embættið sent saksóknara efnahagsbrotadeildar RLS og tengdust þau viðskiptum FL Group með flugfélagið Sterling. Fulltrúinn sem bað um afritið kvaðst álíta að aðgerðir stjórnar og forstjóra FL Group hefðu valdið tilteknum hluthöfum tjóni og íhuguðu þeir að leita réttar síns. Í tölvupóstinum leitaði saksóknari efnahagsbrota óformlegs álits ríkissaksóknara á afhendingu gagnanna. Ríkissaksóknari kvaðst í svari ekki hafa forsendur til að meta málið, en mælti ekki gegn afhendingu að tilteknum atriðum uppfylltum. Hannes Smárason hefur falið lögmanni sínum, Gísla Guðna Hall, að kæra Valtý og Helga Magnús Gunnarsson fyrir brot á þagnarskyldu. Saksóknari efnahagsbrota RLS afhenti síðan fulltrúanum gögnin. Upplýsingar úr þeim birtust síðar í Viðskiptablaðinu í ítarlegri úttekt blaðsins á viðskiptafléttu Sterling. Kærði lögmaður Hannesar ríkissaksóknara og saksóknara efnahagsbrota í framhaldi af því, hinn fyrrnefnda fyrir samráð um afhendingu gagnanna og hinn síðarnefnda fyrir afhendingu þeirra. Þann 8. nóvember greindi Valtýr svo dómsmálaráðuneytinu frá kærunni og að hann teldi rétt, vegna þessara alvarlegu ásakanna, og kröfu um að hann víki sæti við meðferð þess, að verða við því. Með bréfi ráðuneytisins dagsettu 29. desember síðastliðinn var Guðjón Ólafur Jónsson, hæstaréttarlögmaður, settur til að gegna embætti ríkissaksóknara í þessu tiltekna máli. Hann skal einnig meta hvort það sé tilefni til þess að kæra Bryndísi Kristjánsdóttur, skattrannsóknarstjóra, fyrir að hafa afhent ríkislögreglustjóra gögnin en í kærunni er það lagt í mat ríkissaksóknara að ákveða hvort sú háttsemi falli undir tiltekin ákvæði hegningarlaga. Guðjón Ólafur mun einnig ákveða hvort þörf sé á lögreglurannsókn en málið er ekki komið í þann farveg. Verjandi Hannesar er Gísli Guðni Hall hrl. Tengdar fréttir Hannes kærir leka tveggja saksóknara Hannes Smárason hefur kært Valtý Sigurðsson ríkissaksóknara og Helga Magnús Gunnarsson, saksóknara efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, fyrir brot gegn þagnarskyldu í opinberu starfi. Lögmaður Hannesar lagði kæruna fram í nóvember, eftir að gögn tengd rannsókn efnahagsbrotadeildar á viðskiptum FL Group voru afhent fulltrúa eins af stærri hluthöfum í fyrirtækinu. 5. janúar 2011 06:30 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
„Mér finnst þetta forkastanlegt,“ segir Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari, um kæru Hannesar Smárasonar á hendur honum og Helga Magnúsi Gunnarssyni, saksóknara efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans. Það var Fréttablaðið sem greindi frá því í dag að Hannes hefði kært þá fyrir brot gegn þagnarskyldu í opnberu starfi. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er aðdragandi þessa máls með þeim hætti að Helgi Magnús sendi ríkissaksóknara tölvupóst í mars 2010, þess efnis að fulltrúi tiltekins kröfuhafa hefði farið fram á að fá afhent afrit af gögnum sem embætti Skattrannsóknarstjóra hafði aflað með húsleit, meðal annars hjá FL Group. Gögnin hafði embættið sent saksóknara efnahagsbrotadeildar RLS og tengdust þau viðskiptum FL Group með flugfélagið Sterling. Fulltrúinn sem bað um afritið kvaðst álíta að aðgerðir stjórnar og forstjóra FL Group hefðu valdið tilteknum hluthöfum tjóni og íhuguðu þeir að leita réttar síns. Í tölvupóstinum leitaði saksóknari efnahagsbrota óformlegs álits ríkissaksóknara á afhendingu gagnanna. Ríkissaksóknari kvaðst í svari ekki hafa forsendur til að meta málið, en mælti ekki gegn afhendingu að tilteknum atriðum uppfylltum. Hannes Smárason hefur falið lögmanni sínum, Gísla Guðna Hall, að kæra Valtý og Helga Magnús Gunnarsson fyrir brot á þagnarskyldu. Saksóknari efnahagsbrota RLS afhenti síðan fulltrúanum gögnin. Upplýsingar úr þeim birtust síðar í Viðskiptablaðinu í ítarlegri úttekt blaðsins á viðskiptafléttu Sterling. Kærði lögmaður Hannesar ríkissaksóknara og saksóknara efnahagsbrota í framhaldi af því, hinn fyrrnefnda fyrir samráð um afhendingu gagnanna og hinn síðarnefnda fyrir afhendingu þeirra. Þann 8. nóvember greindi Valtýr svo dómsmálaráðuneytinu frá kærunni og að hann teldi rétt, vegna þessara alvarlegu ásakanna, og kröfu um að hann víki sæti við meðferð þess, að verða við því. Með bréfi ráðuneytisins dagsettu 29. desember síðastliðinn var Guðjón Ólafur Jónsson, hæstaréttarlögmaður, settur til að gegna embætti ríkissaksóknara í þessu tiltekna máli. Hann skal einnig meta hvort það sé tilefni til þess að kæra Bryndísi Kristjánsdóttur, skattrannsóknarstjóra, fyrir að hafa afhent ríkislögreglustjóra gögnin en í kærunni er það lagt í mat ríkissaksóknara að ákveða hvort sú háttsemi falli undir tiltekin ákvæði hegningarlaga. Guðjón Ólafur mun einnig ákveða hvort þörf sé á lögreglurannsókn en málið er ekki komið í þann farveg. Verjandi Hannesar er Gísli Guðni Hall hrl.
Tengdar fréttir Hannes kærir leka tveggja saksóknara Hannes Smárason hefur kært Valtý Sigurðsson ríkissaksóknara og Helga Magnús Gunnarsson, saksóknara efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, fyrir brot gegn þagnarskyldu í opinberu starfi. Lögmaður Hannesar lagði kæruna fram í nóvember, eftir að gögn tengd rannsókn efnahagsbrotadeildar á viðskiptum FL Group voru afhent fulltrúa eins af stærri hluthöfum í fyrirtækinu. 5. janúar 2011 06:30 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Hannes kærir leka tveggja saksóknara Hannes Smárason hefur kært Valtý Sigurðsson ríkissaksóknara og Helga Magnús Gunnarsson, saksóknara efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, fyrir brot gegn þagnarskyldu í opinberu starfi. Lögmaður Hannesar lagði kæruna fram í nóvember, eftir að gögn tengd rannsókn efnahagsbrotadeildar á viðskiptum FL Group voru afhent fulltrúa eins af stærri hluthöfum í fyrirtækinu. 5. janúar 2011 06:30