Obama skýtur fast á þingið Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. ágúst 2011 20:49 Obama segir að efnahagsvandræðin í dag séu að mörgu leyti vegna utanaðkomandi aðstæðna. Mynd/ AFP. „Sumar af þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í dag eru vegna atburða sem við höfum ekki haft neina stjórn á," sagði Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, í ræðu í dag. Hann benti á að hagkerfið hefði verið að batna á árunum 2009 og 2010. Svo í byrjun þessa árs hafi orðið aukinn órói í Mið-Austurlöndum. Það hafi valdið því að olíuverð hafi rokið upp úr öllu valdi. Evrópa hafi svo verið að glíma við alls kyns vanda sem lendi á herðum Bandaríkjamanna. „Hinn hörmulegi jarðskjálfti í Japan skaðaði hagkerfi víða um heim. Þar á meðal okkar," sagði Obama. Allt fyrrnefnt hafi haft áhrif á bandarískt hagkerfi og hlutabréfamarkaðinn í Bandaríkjunum. „Þetta vekur upp streitu hjá fólki og hefur áhrif á sparnað fólks, alls staðar í Bandaríkjunum," sagði Obama. „Áskoranir eins og þessar, jarðskjálftar og byltingar, eru eitthvað sem við getum ekki stjórnað. Við getum hins vegar stjórnað viðbrögðum okkar við þessum áskorunum," sagði Obama. Hann sagði að viðbrögðin í stjórnkerfinu hefðu ekki verið nógu góð. Viðbrögð stjórnmálamanna hefðu ekki verið nógu góð. „Það er ekkert rangt við landið okkar. Það er hins vegar eitthvað mjög rangt við pólitíkina. Við höfum ekki efni á því að leika einhverja leiki - ekki núna þegar svo mikið er í húfi í hagkerfinu okkar," sagði Obama. Á máli forsetans mátti skilja að þingið bæri fyrst og fremst ábyrgðina. „Ef þið eruð sammála mér þá verðið þið að láta þingið vita. Þið verðið að segja þeim að þið hafir fengið nóg af þessum leikaraskap. Þið hafið fengið nóg af þessari pólitík. Segið þeim að hætta að senda okkur fréttatilkynningar byrja að semja lagafrumvörp sem munu hjálpa hagkerfinu okkar," sagði Obama. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
„Sumar af þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í dag eru vegna atburða sem við höfum ekki haft neina stjórn á," sagði Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, í ræðu í dag. Hann benti á að hagkerfið hefði verið að batna á árunum 2009 og 2010. Svo í byrjun þessa árs hafi orðið aukinn órói í Mið-Austurlöndum. Það hafi valdið því að olíuverð hafi rokið upp úr öllu valdi. Evrópa hafi svo verið að glíma við alls kyns vanda sem lendi á herðum Bandaríkjamanna. „Hinn hörmulegi jarðskjálfti í Japan skaðaði hagkerfi víða um heim. Þar á meðal okkar," sagði Obama. Allt fyrrnefnt hafi haft áhrif á bandarískt hagkerfi og hlutabréfamarkaðinn í Bandaríkjunum. „Þetta vekur upp streitu hjá fólki og hefur áhrif á sparnað fólks, alls staðar í Bandaríkjunum," sagði Obama. „Áskoranir eins og þessar, jarðskjálftar og byltingar, eru eitthvað sem við getum ekki stjórnað. Við getum hins vegar stjórnað viðbrögðum okkar við þessum áskorunum," sagði Obama. Hann sagði að viðbrögðin í stjórnkerfinu hefðu ekki verið nógu góð. Viðbrögð stjórnmálamanna hefðu ekki verið nógu góð. „Það er ekkert rangt við landið okkar. Það er hins vegar eitthvað mjög rangt við pólitíkina. Við höfum ekki efni á því að leika einhverja leiki - ekki núna þegar svo mikið er í húfi í hagkerfinu okkar," sagði Obama. Á máli forsetans mátti skilja að þingið bæri fyrst og fremst ábyrgðina. „Ef þið eruð sammála mér þá verðið þið að láta þingið vita. Þið verðið að segja þeim að þið hafir fengið nóg af þessum leikaraskap. Þið hafið fengið nóg af þessari pólitík. Segið þeim að hætta að senda okkur fréttatilkynningar byrja að semja lagafrumvörp sem munu hjálpa hagkerfinu okkar," sagði Obama.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira