Innlent

Skartgripaþjófar ófundnir

Málið er enn óupplýst en lögregla í Vestmannaeyjum skoðar nú upptökur úr vefmyndavél. Myndin er úr safni.
Málið er enn óupplýst en lögregla í Vestmannaeyjum skoðar nú upptökur úr vefmyndavél. Myndin er úr safni.
Skartgriparánið sem framið var í Vestmannaeyjum í fyrrinótt er enn óupplýst. Þjófarnir brutu rúðu í skartgripaverslun og hreinsuðu allt úr sýningarglugganum en þar voru skartgripir og úr. Að sögn lögreglu var um töluvert magn ræða en ekki liggur fyrir andvirði þýfsins er. Meðal þess sem lögregla kannar nú eru upptökur úr vefmyndavél á Ráðhúsi Vestmannaeyja.

Tilkynnt var um verknaðinn klukkan hálfsex í gærmorgun. Lögreglan í Vestmannaeyjum biður alla þá sem gætu hafa orðið varir við mannaferðir við verslunina á þessum tíma að hafa samband við lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×