Krókódílar og snákar svamla um göturnar 5. janúar 2011 04:00 Lögreglan, líkt og aðrir íbúar Rockhampton, kemst ekki leiðar sinnar nema á bátum. Nordicphotos / afp Íbúum Rockhampton, 75 þúsund manna borgar í Queensland-fylki í Ástralíu, hefur verið ráðlagt að halda sig frá vatnselgnum sem flæðir þar um götur. Yfirvöld óttast ekki aðeins að flóðin geti hrifsað fólkið með sér, heldur stafar einnig hætta af braki, snákum og jafnvel krókódílum sem leynst geta undir yfirborðinu. Borgarstjórinn Brad Carter segir að íbúar hafi tilkynnt um óvenjumikinn fjölda snáka í borginni, sem ferðist um í leit að þurrlendi. Þá hafi saltvatnskrókódílar gert vart við sig og erfitt sé að greina þá frá braki. „Það ætti ekki að stafa almannahætta af dýrunum ef fólk heldur sig frá vatninu, en ef fólk fer út í þá er ekki hægt að tryggja öryggi þess,“ sagði Carter við dagblaðið The Australian. Þessu til viðbótar hafa eitraðar körtur látið á sér kræla við borgina og búist er við að moskítóflugur sem bera með sér sjúkdóma verði næstar á vettvang. Rockhampton er ein þeirra ríflega tuttugu borga og bæja sem hafa farið hvað verst út úr flóðunum sem hófust rétt fyrir jól. Flóðin kostuðu tvö mannslíf um helgina; veiðimaður hvarf nærri bænum Gladstone, sunnan Rockhampton, og kona um fertugt drukknaði á leið sinni yfir straumharða á í norðanverðu fylkinu. Alls er talið að tíu hafi látist vegna flóða í fylkinu frá því í nóvember. Þá þurftu ríflega þúsund manns að leita skjóls í flóttamannamiðstöðvum um helgina og hundruð til viðbótar að yfirgefa heimili sín. Útlit er fyrir að heill mánuður geti liðið þar til svæðin sem nú eru blautust verða orðin nógu þurr til að íbúar þeirra geti snúið aftur til síns heima. Úrhellisrigning var í fylkinu fyrir jól sem orsakar vatnavextina. Hápunktinum er talið hafa verið náð í gær en yfirvöld telja neyðarástandið þó hvergi nærri liðið hjá. stigur@frettabladid.id Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Sjá meira
Íbúum Rockhampton, 75 þúsund manna borgar í Queensland-fylki í Ástralíu, hefur verið ráðlagt að halda sig frá vatnselgnum sem flæðir þar um götur. Yfirvöld óttast ekki aðeins að flóðin geti hrifsað fólkið með sér, heldur stafar einnig hætta af braki, snákum og jafnvel krókódílum sem leynst geta undir yfirborðinu. Borgarstjórinn Brad Carter segir að íbúar hafi tilkynnt um óvenjumikinn fjölda snáka í borginni, sem ferðist um í leit að þurrlendi. Þá hafi saltvatnskrókódílar gert vart við sig og erfitt sé að greina þá frá braki. „Það ætti ekki að stafa almannahætta af dýrunum ef fólk heldur sig frá vatninu, en ef fólk fer út í þá er ekki hægt að tryggja öryggi þess,“ sagði Carter við dagblaðið The Australian. Þessu til viðbótar hafa eitraðar körtur látið á sér kræla við borgina og búist er við að moskítóflugur sem bera með sér sjúkdóma verði næstar á vettvang. Rockhampton er ein þeirra ríflega tuttugu borga og bæja sem hafa farið hvað verst út úr flóðunum sem hófust rétt fyrir jól. Flóðin kostuðu tvö mannslíf um helgina; veiðimaður hvarf nærri bænum Gladstone, sunnan Rockhampton, og kona um fertugt drukknaði á leið sinni yfir straumharða á í norðanverðu fylkinu. Alls er talið að tíu hafi látist vegna flóða í fylkinu frá því í nóvember. Þá þurftu ríflega þúsund manns að leita skjóls í flóttamannamiðstöðvum um helgina og hundruð til viðbótar að yfirgefa heimili sín. Útlit er fyrir að heill mánuður geti liðið þar til svæðin sem nú eru blautust verða orðin nógu þurr til að íbúar þeirra geti snúið aftur til síns heima. Úrhellisrigning var í fylkinu fyrir jól sem orsakar vatnavextina. Hápunktinum er talið hafa verið náð í gær en yfirvöld telja neyðarástandið þó hvergi nærri liðið hjá. stigur@frettabladid.id
Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Sjá meira