Innlent

Ögmundur með efasemdir um stjórnarráðsfrumvarp

Ögmundur segist hafa efasemdir um aukna miðstýringu í stjórnarráðinu.
Ögmundur segist hafa efasemdir um aukna miðstýringu í stjórnarráðinu. Mynd/ Stefán.
Umræðu um frumvarp um breytingar á stjórnarráðinu var frestað í nótt rétt fyrir klukkan tvö en til stóð að þing lyki störfum í gær. Fundur hefur aftur verið boðaður í dag klukkan hálf ellefu og þá á enn að ræða málið. Í umræðunum í nótt kom fram í máli Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra að hann hefði ákveðna fyrirvara gagnvart frumvarpinu þar sem í því fælist aukin miðstýring stjórnarráðsins sem hann sé andvígur. Þá hefur Jón Bjarnason sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra einnig gagnrýnt frumvarpið.   Alls liggja fjörutíu og átta mál fyrir þinginu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×