Innlent

Breytingar líklegast gerðar á stjórnarráðsfrumvarpinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Verið er að ræða þingsályktun um stjórnarráðið.
Verið er að ræða þingsályktun um stjórnarráðið.
Líklegt er að gerðar verði breytingar á frumvarpinu um stjórnarráðið þannig að forsætisráðherra mun ekki einn og sér geta stjórnað því hvaða ráðuneyti eru starfandi hverju sinni. Samkvæmt heimildum Vísis er verið að vinna að nýrri útfærslu á þessu ákvæði þannig að forsætisráðherra mun þurfa að bera tillögu um ráðuneytisskipan undir Alþingi með þingsályktunartillögu. Þingfundur hófst að nýju klukkan um klukkan korter í þrjú en hann hefur tafist mikið í dag vegna ágreinings um þau málefni sem þarf að ljúka á þessu þingi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×