Innlent

Þingflokkar stilla saman strengi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, ákvað að fresta þingfundi í morgun.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, ákvað að fresta þingfundi í morgun. Mynd/ Pjetur.
Þingfundi var frestað í morgun um klukkutíma. Fundurinn átti að hefjast klukkan hálfellefu en nú er gert ráð fyrir að hann hefjist klukkan hálftólf. Fundað hefur verið á Alþingi langt fram á nótt undanfarna daga vegna frumvarps um breytingar stjórnarráðinu.

Samkvæmt upplýsingum Vísis er ástæðan fyrir frestun þingfundarins nú sú að Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, vildi gefa þingflokkum tækifæri til að fara yfir málin og stilla saman strengi sína áður en fundurinn hæfist. Samkvæmt upphaflegri dagskrá Alþingis átti að slíta haustþingi fyrr í þessari viku, en sú áætlun hefur ekki gengið eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×