Innlent

Hjúkrunarheimili byggð í Reykjanesbæ og á Ísafirði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðbjartur Hannesson er velferðarráðherra. Hann fékk heimild fyrir byggingu heimilanna í morgun.
Guðbjartur Hannesson er velferðarráðherra. Hann fékk heimild fyrir byggingu heimilanna í morgun. Mynd/ GVA.
Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að heimila velferðarráðherra og fjármálaráðherra að ganga til samninga við Reykjanesbæ um byggingu 60 rýma hjúkrunarheimilis og við Ísafjarðarkaupstað um byggingu 30 rýma hjúkrunarheimilis. Framkvæmdir verða fjármagnaðar með svokallaðri leiguleið.

Heimamenn munu annast hönnun og byggingu hjúkrunarheimilanna í samræmi við viðmið ráðuneytisins, fjármögnunin verður tryggð með láni frá Íbúðalánasjóði en Framkvæmdasjóður aldraðra stendur undir húsaleigu til viðkomandi sveitarfélags og reiknast hún sem ígildi stofnkostnaðar.

Árlegar leigugreiðslur Framkvæmdasjóðs aldraðra vegna heimilanna tveggja á Ísafirði og í Reykjanesbæ verða um 180 milljónir króna, segir í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu. Árlegur rekstrarkostnaður til viðbótar þeim heimildum sem fyrir eru nemur um 160 milljónum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×