Erlent

Ráðherralistinn ekki tilbúinn um helgina

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Helle Thorning-Schmidt býst ekki við því að verða tilbúin með ráðherralista um helgina.
Helle Thorning-Schmidt býst ekki við því að verða tilbúin með ráðherralista um helgina. Mynd/ AFP.
Helle Thorning-Schmidt, formaður jafnaðarmanna í Danmörku, segir að hún verði ekki tilbúin með ráðherralista áður en helgin er á enda. Þetta kemur fram í danska blaðinu Jyllands Posten.

Thorning og flokkarnir sem styðja Sósíaldemókrata unnu sem kunnugt er sigur á Venstre flokknum og stuðningsflokki þeirra í gær. Thorning segir að það sé að mörgu að huga við myndun ríkisstjórnarinnar og það geti jafnvel orðið erfitt. Hún mun tala við fulltrúa allra þingflokka um helgina og fara yfir stöðuna.

Ekki liggur ljóst fyrir hvort Róttæki vinstriflokkurinn mun eiga fulltrúa í ríkisstjórninni, en þeir eru sigurvegarar kosninganna ásamt Einingalistanum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×