Nágranni vita þorir ekki að vera nakinn 31. janúar 2011 05:00 Helgi Arndal Davíðsson sem býr á Vitastíg í Hafnarfirði vill að bærinn flytji gamlan vita aftan við hús hans á brott eða girði hann af til að hindra óviðkomandi að fara um garð hans. Fréttablaðið/Stefán „Bærinn treystir bara á að fólk geti vaðið yfir garðinn hjá mér og garðana í kring," segir Helgi Arndal Davíðsson, íbúi á Vitastíg 12 í Hafnafirði, sem er langþreyttur á umferð að gömlum vita við baklóð hans. Vitinn sem um ræðir var byggður úr timbri fyrir 110 árum og er ekki lengur í notkun. Helgi segir vitann njóta vaxandi vinsælda. Engin aðkoma sé að honum nema yfir íbúðalóðirnar sem næstar séu. „Fólk æðir í gegnum garðinn hjá mér á öllum tímum í alls konar ástandi til að skoða þennan blessaða vita. Maður er vakinn á morgnana af fólki sem stendur við svefnherbergisgluggann hjá manni með myndavélar. Maður getur ekki einu sinni verið í sturtu og labbað um á rassinum, þá er eitthvert fólk mænandi inn," lýsir Helgi ástandinu. Þá segir Helgi öllu steini léttara vera stolið úr garðinum og að sonur hans þori ekki lengur að leika sér þar úti vegna áreitis. „Þetta er alveg glatað," segir hann. Lóðin sem vitinn stendur á er umlukt íbúðalóðum á alla vegu. Helgi segist hafa rætt um vitann við bæði fyrrverandi og núverandi bæjarstjóra. „Það er sama sagan; þetta lið gerir ekki nokkurn skapaðan hlut," segir Helgi um viðbrögð bæjarstjóranna. Seinast sneri Helgi sér til hafnarstjórnar sem hyggst láta taka saman greinargerð um lóðir er liggja að vitanum. En Helgi fékk þó enga úrlausn þar því honum var einfaldlega skýrt frá því að höfnin væri ekki ábyrg fyrir ágangi á lóð hans. „Sniðugast af öllu væri að fara með vitann í burtu og setja hann til dæmis á byggðasafnið niðri í bæ. Þá gæti fólk gengið í kringum hann og skoðað hann að innan. Ef þeir ekki gera það þá krefst ég þess að bærinn girði af á milli mín og vitans. Annars getur bæjarstjórinn bara tekið þennan vita og stungið honum í garðinn hjá sér," segir Helgi. Að sögn Helga hefur Ferðamálaráð Hafnarfjarðar valdið auknum umgangi um garð hans með því að beina fólki að vitanum. „Það hafa líka verið skipulagðir ratleikir að vitanum og þá er fullt af fólki hlaupandi hér um með látum," segir Helgi sem kveður næsta skref hjá sér að krefjast skaðabóta, til dæmis að fá felld niður fasteignagjöld. „Ég var með grindverk á milli hússins míns og vitans en því var bara rutt niður af fólki sem brölti yfir það. Ég er orðinn þreyttur á þessu." gar@frettabladid.is Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira
„Bærinn treystir bara á að fólk geti vaðið yfir garðinn hjá mér og garðana í kring," segir Helgi Arndal Davíðsson, íbúi á Vitastíg 12 í Hafnafirði, sem er langþreyttur á umferð að gömlum vita við baklóð hans. Vitinn sem um ræðir var byggður úr timbri fyrir 110 árum og er ekki lengur í notkun. Helgi segir vitann njóta vaxandi vinsælda. Engin aðkoma sé að honum nema yfir íbúðalóðirnar sem næstar séu. „Fólk æðir í gegnum garðinn hjá mér á öllum tímum í alls konar ástandi til að skoða þennan blessaða vita. Maður er vakinn á morgnana af fólki sem stendur við svefnherbergisgluggann hjá manni með myndavélar. Maður getur ekki einu sinni verið í sturtu og labbað um á rassinum, þá er eitthvert fólk mænandi inn," lýsir Helgi ástandinu. Þá segir Helgi öllu steini léttara vera stolið úr garðinum og að sonur hans þori ekki lengur að leika sér þar úti vegna áreitis. „Þetta er alveg glatað," segir hann. Lóðin sem vitinn stendur á er umlukt íbúðalóðum á alla vegu. Helgi segist hafa rætt um vitann við bæði fyrrverandi og núverandi bæjarstjóra. „Það er sama sagan; þetta lið gerir ekki nokkurn skapaðan hlut," segir Helgi um viðbrögð bæjarstjóranna. Seinast sneri Helgi sér til hafnarstjórnar sem hyggst láta taka saman greinargerð um lóðir er liggja að vitanum. En Helgi fékk þó enga úrlausn þar því honum var einfaldlega skýrt frá því að höfnin væri ekki ábyrg fyrir ágangi á lóð hans. „Sniðugast af öllu væri að fara með vitann í burtu og setja hann til dæmis á byggðasafnið niðri í bæ. Þá gæti fólk gengið í kringum hann og skoðað hann að innan. Ef þeir ekki gera það þá krefst ég þess að bærinn girði af á milli mín og vitans. Annars getur bæjarstjórinn bara tekið þennan vita og stungið honum í garðinn hjá sér," segir Helgi. Að sögn Helga hefur Ferðamálaráð Hafnarfjarðar valdið auknum umgangi um garð hans með því að beina fólki að vitanum. „Það hafa líka verið skipulagðir ratleikir að vitanum og þá er fullt af fólki hlaupandi hér um með látum," segir Helgi sem kveður næsta skref hjá sér að krefjast skaðabóta, til dæmis að fá felld niður fasteignagjöld. „Ég var með grindverk á milli hússins míns og vitans en því var bara rutt niður af fólki sem brölti yfir það. Ég er orðinn þreyttur á þessu." gar@frettabladid.is
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira