Nágranni vita þorir ekki að vera nakinn 31. janúar 2011 05:00 Helgi Arndal Davíðsson sem býr á Vitastíg í Hafnarfirði vill að bærinn flytji gamlan vita aftan við hús hans á brott eða girði hann af til að hindra óviðkomandi að fara um garð hans. Fréttablaðið/Stefán „Bærinn treystir bara á að fólk geti vaðið yfir garðinn hjá mér og garðana í kring," segir Helgi Arndal Davíðsson, íbúi á Vitastíg 12 í Hafnafirði, sem er langþreyttur á umferð að gömlum vita við baklóð hans. Vitinn sem um ræðir var byggður úr timbri fyrir 110 árum og er ekki lengur í notkun. Helgi segir vitann njóta vaxandi vinsælda. Engin aðkoma sé að honum nema yfir íbúðalóðirnar sem næstar séu. „Fólk æðir í gegnum garðinn hjá mér á öllum tímum í alls konar ástandi til að skoða þennan blessaða vita. Maður er vakinn á morgnana af fólki sem stendur við svefnherbergisgluggann hjá manni með myndavélar. Maður getur ekki einu sinni verið í sturtu og labbað um á rassinum, þá er eitthvert fólk mænandi inn," lýsir Helgi ástandinu. Þá segir Helgi öllu steini léttara vera stolið úr garðinum og að sonur hans þori ekki lengur að leika sér þar úti vegna áreitis. „Þetta er alveg glatað," segir hann. Lóðin sem vitinn stendur á er umlukt íbúðalóðum á alla vegu. Helgi segist hafa rætt um vitann við bæði fyrrverandi og núverandi bæjarstjóra. „Það er sama sagan; þetta lið gerir ekki nokkurn skapaðan hlut," segir Helgi um viðbrögð bæjarstjóranna. Seinast sneri Helgi sér til hafnarstjórnar sem hyggst láta taka saman greinargerð um lóðir er liggja að vitanum. En Helgi fékk þó enga úrlausn þar því honum var einfaldlega skýrt frá því að höfnin væri ekki ábyrg fyrir ágangi á lóð hans. „Sniðugast af öllu væri að fara með vitann í burtu og setja hann til dæmis á byggðasafnið niðri í bæ. Þá gæti fólk gengið í kringum hann og skoðað hann að innan. Ef þeir ekki gera það þá krefst ég þess að bærinn girði af á milli mín og vitans. Annars getur bæjarstjórinn bara tekið þennan vita og stungið honum í garðinn hjá sér," segir Helgi. Að sögn Helga hefur Ferðamálaráð Hafnarfjarðar valdið auknum umgangi um garð hans með því að beina fólki að vitanum. „Það hafa líka verið skipulagðir ratleikir að vitanum og þá er fullt af fólki hlaupandi hér um með látum," segir Helgi sem kveður næsta skref hjá sér að krefjast skaðabóta, til dæmis að fá felld niður fasteignagjöld. „Ég var með grindverk á milli hússins míns og vitans en því var bara rutt niður af fólki sem brölti yfir það. Ég er orðinn þreyttur á þessu." gar@frettabladid.is Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
„Bærinn treystir bara á að fólk geti vaðið yfir garðinn hjá mér og garðana í kring," segir Helgi Arndal Davíðsson, íbúi á Vitastíg 12 í Hafnafirði, sem er langþreyttur á umferð að gömlum vita við baklóð hans. Vitinn sem um ræðir var byggður úr timbri fyrir 110 árum og er ekki lengur í notkun. Helgi segir vitann njóta vaxandi vinsælda. Engin aðkoma sé að honum nema yfir íbúðalóðirnar sem næstar séu. „Fólk æðir í gegnum garðinn hjá mér á öllum tímum í alls konar ástandi til að skoða þennan blessaða vita. Maður er vakinn á morgnana af fólki sem stendur við svefnherbergisgluggann hjá manni með myndavélar. Maður getur ekki einu sinni verið í sturtu og labbað um á rassinum, þá er eitthvert fólk mænandi inn," lýsir Helgi ástandinu. Þá segir Helgi öllu steini léttara vera stolið úr garðinum og að sonur hans þori ekki lengur að leika sér þar úti vegna áreitis. „Þetta er alveg glatað," segir hann. Lóðin sem vitinn stendur á er umlukt íbúðalóðum á alla vegu. Helgi segist hafa rætt um vitann við bæði fyrrverandi og núverandi bæjarstjóra. „Það er sama sagan; þetta lið gerir ekki nokkurn skapaðan hlut," segir Helgi um viðbrögð bæjarstjóranna. Seinast sneri Helgi sér til hafnarstjórnar sem hyggst láta taka saman greinargerð um lóðir er liggja að vitanum. En Helgi fékk þó enga úrlausn þar því honum var einfaldlega skýrt frá því að höfnin væri ekki ábyrg fyrir ágangi á lóð hans. „Sniðugast af öllu væri að fara með vitann í burtu og setja hann til dæmis á byggðasafnið niðri í bæ. Þá gæti fólk gengið í kringum hann og skoðað hann að innan. Ef þeir ekki gera það þá krefst ég þess að bærinn girði af á milli mín og vitans. Annars getur bæjarstjórinn bara tekið þennan vita og stungið honum í garðinn hjá sér," segir Helgi. Að sögn Helga hefur Ferðamálaráð Hafnarfjarðar valdið auknum umgangi um garð hans með því að beina fólki að vitanum. „Það hafa líka verið skipulagðir ratleikir að vitanum og þá er fullt af fólki hlaupandi hér um með látum," segir Helgi sem kveður næsta skref hjá sér að krefjast skaðabóta, til dæmis að fá felld niður fasteignagjöld. „Ég var með grindverk á milli hússins míns og vitans en því var bara rutt niður af fólki sem brölti yfir það. Ég er orðinn þreyttur á þessu." gar@frettabladid.is
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira