Innlent

Vatn flæðir yfir veginn við Kirkjuskóg

Myndin er úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar beint.
Myndin er úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar beint.
Vatn flæðir yfir veginn við Kirkjuskóg (vegur nr. 60.) sunnan við Búðardal samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Viðgerðir standa yfir og eru því einhverjar umferðartafir. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát.

Á Suðurlandi eru allar helstu leiðir greiðfærar.

Á Vesturlandi eru hálkublettir á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku. Tafir eru við Borgarfjarðarbrú vegna umferðaróhapps.

Á Vestfjörðum er flughált frá Þorskafirði vestur í Flókakalund en Klettsháls er þungfær.

Hálka og óveður er einnig á Kleifaheiði og Hálfdáni. Þá er einnig mjög hvasst víða á Vestfjörðum. Krapi og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði en hálkublettir á Þröskuldum.

Hálkublettir eru enn sumstaðar á Norður- og Norðausturlandi, einkum útvegum.

Óveður er á Siglufjarðarvegi. Óveður er einnig á Tjörnesi, Mývatnsheiði, Hólasandi, Mývatnsöræfum og Vopnafjarðarheiði.

Á Austurlandi eru hálkublettir á nokkrum vegum en greiðfært með ströndinni frá Reyðarfirði suður um. Hins vegar er víða nokkuð hvasst bæði á Austur- og Suðausturlandi og full ástæða til að fylgjast vel með veðri. Ekkert ferðaveður er milli Hafnar og Djúpavogs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×