Óttast að börn slasist í hyldjúpum húsgrunni 12. september 2011 06:00 Grunnurinn var næstum allur fullur af vatni áður en dælt var úr honum í lok apríl. Fréttablaðið/Valli Húsgrunnur við Þverholt 15 sem reglulega fyllist af vatni stendur enn óhreyfður. Íbúar í nágrenninu hafa áhyggjur af börnum að leik á svæðinu en komið hefur verið fyrir dælum sem eiga að sjá til þess að vatnið verði ekki of djúpt. „Í fyrradag sá ég krakka vera að leika sér vatnið, sem er örugglega tveggja og hálfs metra djúpt þar sem það er dýpst. Þetta er í það minnsta án efa dýpsta stöðuvatnið í miðborg Reykjavíkur,“ segir Þórleifur V. Friðriksson, prentsmiðjustjóri hjá GuðjónÓ í Þverholti. Fréttablaðið greindi frá hættunni á svæðinu í apríl síðastliðnum þegar ítrekað hafði sést til barna á svæðinu. Þá var margra metra djúpt vatn búið að safnast í grunninum. Þórleifur segir vatninu hafa verið dælt í burtu nokkrum dögum síðar en nú sé það farið að stækka aftur. „Mér líst ekki á þetta, þetta er stórhættuleg gildra,“ segir Þórleifur. Grunnurinn er að byggingu sem hýsa átti 400 stúdentaíbúðir. Framkvæmdir voru hins vegar stöðvaðar árið 2008 og hefur grunnurinn verið svo til óhreyfður síðan, en hann er girtur af. Byggingafélag námsmanna hugðist standa að framkvæmdunum en svæðið er nú í eigu Landsbankans og í umsjá Regins, dótturfélags bankans. „Svæðið er núna nýkomið yfir til Regins. Mér skilst að það sé í ágætu standi. Það er afgirt og það er verið að fylgjast með því. Þá eru dælur þarna sem eiga að dæla upp úr grunninum,“ segir Soffía Sigurgeirsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu bankastjóra í Landsbankanum. Magnús Sædal Svavarsson, byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar, sagðist í samtali við Fréttablaðið í apríl telja óviðunandi hvernig skilið hefði verið við svæðið. Hann sagðist þó sæmilega rólegur yfir slysahættu á svæðinu, en ekki meira en það. Landsbankinn hefur reynt að fá samstarfsaðila til að byggja svæðið upp og þá kom til greina að halda áfram með verkefnið eins og það var hugsað en hingað til hefur ekkert komið út úr því. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Húsgrunnur við Þverholt 15 sem reglulega fyllist af vatni stendur enn óhreyfður. Íbúar í nágrenninu hafa áhyggjur af börnum að leik á svæðinu en komið hefur verið fyrir dælum sem eiga að sjá til þess að vatnið verði ekki of djúpt. „Í fyrradag sá ég krakka vera að leika sér vatnið, sem er örugglega tveggja og hálfs metra djúpt þar sem það er dýpst. Þetta er í það minnsta án efa dýpsta stöðuvatnið í miðborg Reykjavíkur,“ segir Þórleifur V. Friðriksson, prentsmiðjustjóri hjá GuðjónÓ í Þverholti. Fréttablaðið greindi frá hættunni á svæðinu í apríl síðastliðnum þegar ítrekað hafði sést til barna á svæðinu. Þá var margra metra djúpt vatn búið að safnast í grunninum. Þórleifur segir vatninu hafa verið dælt í burtu nokkrum dögum síðar en nú sé það farið að stækka aftur. „Mér líst ekki á þetta, þetta er stórhættuleg gildra,“ segir Þórleifur. Grunnurinn er að byggingu sem hýsa átti 400 stúdentaíbúðir. Framkvæmdir voru hins vegar stöðvaðar árið 2008 og hefur grunnurinn verið svo til óhreyfður síðan, en hann er girtur af. Byggingafélag námsmanna hugðist standa að framkvæmdunum en svæðið er nú í eigu Landsbankans og í umsjá Regins, dótturfélags bankans. „Svæðið er núna nýkomið yfir til Regins. Mér skilst að það sé í ágætu standi. Það er afgirt og það er verið að fylgjast með því. Þá eru dælur þarna sem eiga að dæla upp úr grunninum,“ segir Soffía Sigurgeirsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu bankastjóra í Landsbankanum. Magnús Sædal Svavarsson, byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar, sagðist í samtali við Fréttablaðið í apríl telja óviðunandi hvernig skilið hefði verið við svæðið. Hann sagðist þó sæmilega rólegur yfir slysahættu á svæðinu, en ekki meira en það. Landsbankinn hefur reynt að fá samstarfsaðila til að byggja svæðið upp og þá kom til greina að halda áfram með verkefnið eins og það var hugsað en hingað til hefur ekkert komið út úr því. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira