Innlent

Skaftafell opnað klukkan fimm

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vatnajökull.
Vatnajökull.
Skaftafelli, suðurhluti Vatnajökulsþjóðgarðs, verður svæðið formlega opnað á ný klukkan fimm í dag. Vaskir vinnumenn hafa unnið sleitulaust að því síðustu daga að hreinsa svæðið eftir öskufall.

„Við rýmdum svæðið á laugardagskvöldinu, rétt eftir að gosið hófst, en strax í gær byrjuðum við að hreinsa svæðið - eða um leið og lögreglan opnaði veginn aftur," segir Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli í tilkynningu vegna málsins „Sem betur fer hefur mikið af öskunni fokið í burtu en við höfum verið að hreinsa hér á fullu milli húsa, snyrtiaðstöðu og fleira. Við erum langt komin með þessa vinnu, allt er orðið mjög fínt hjá okkur og nú erum við tilbúin að taka á móti gestum á nýjan leik," segir Regína.

Regína og aðrir starfsmenn á svæðinu nutu aðstoðar fimm bæjarstarfsmanna frá Höfn í Hornafirði og tveggja sjálfboðaliða frá björgunarsveitum og segir hún þá aðstoð hafa verið afar kærkomna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.