Erlent

Mikil spenna við tökur á Tveir og hálfur maður

Óli Tynes skrifar
Mikil spenna ríkti á tökustað á mánudag þegar tekinn var upp fyrsti þátturinn af Tveir og hálfur maður, þar sem Asthton Kutcher kom í staðinn fyrir Charlie Sheen. Dagskrárstjóri CBS sjónvarpsstöðvarinnar segir að það hefði mátt heyra saumnál detta. Svo hefði Jon Cryer sem leikur bróðirinn Alan sagt nokkur orð og þá hefðu menn varpað öndinni léttara. Kutcher tekur ekki við hlutverki Sheens heldur fær sína eigin persónu sem er netmilljarðamæringurinn Walden Schmidt, sem á í ástarsorg.



Ekki hefur verið greint frá því hvernig hann kemur inn í líf þeirra feðga Alans og Jakes. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að framleiðendurnir ætli að hefna sín á Sheen með því að drepa hann og jarðsetja í fyrstu tveimur þáttunum. Það hefur ekki fengist staðfest. Sjálfur hefur Sheen tekið að sér hlutverk í nýrri þáttaröð sem heitir "Reiðistjórnun."



Ekkert hefur verið sagt um launakjör hans en í Tveim og hálfum mannni var hann hæst launaði sjónvarpsleikari heims með um þrjár milljónir dollara fyrir hvern þátt. Því klúðraði hann á eftirminnilegum fyllerístúr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×