Ragnheiður safnar fyrir sundinu með fyrirsætustörfum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2011 08:00 Sundkonan Ragnheiður Ragnarsdóttir er nýkomin heim af HM í sundi í Sjanghæ í Kína. Ragnheiður er á leiðinni aftur út en framundan eru æfingar hjá henni í Suður-Afríku og svo gæti farið að hún yrði úti allt fram að Ólympíuleikunum í London á næsta ári. „Ég er að fara í næsta mánuði til Pietermaritzburg í Suður-Afríku. Ég ætla að vera þar í smá tíma og æfa og sjá hvernig það gengur. Svo kem ég kannski ekkert heim fyrir leikana," sagði Ragnheiður í samtali við Ásgeir Erlendsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. „Markmiðið er að byrja á því að taka lágmörkin fyrir Ólympíuleikana og svo að æfa það vel að það verði ekki markmiðið lengur heldur að reyna að vera komast í undanúrslit eða úrslit á leikunum," sagði Ragnheiður metnaðarfull. „Ég er búin að æfa ein hérna heima og er eiginlega ekki með neinn þjálfara. Ég var að leita að góðum þjálfara, góðu veðri og góðum stað þar sem maður getur farið og einbeitt sér. Ég fann þennan þjálfara eftir að hafa verið að skoða nokkra staði. Mér leyst mjög vel á þetta og það er koma sumar þar sem er ágætt til að nenna að mæta á morgunæfingar klukkan fimm," sagði Ragnheiður en nýi þjálfari hennar er Wayne Riddin. „Ég er ekki að fara gera neitt annað og þetta snýst um að gera bara einbeitt mér að sundinu. Það er góð ástæða hérna heima og góðir þjálfarar en fyrir mig var bara næsta skref að fara út og gera þetta á fullu," sagði Ragnheiður. „Þetta er að fara kosta sitt og ég er í hörku betli út um allt til að finna styrki og svona. Það gengur ágætlega en það á eftir að koma í ljós hvort ég get verið út í heilt ár eða ekki. Vonandi fæ ég fleiri styrki og fleiri verkefni til þess að geta fjármagnað þetta," sagði Ragnheiður sem grípur í fyrirsætustörfin til að safna pening fyrir sundinu. „Ég er að reyna allt til þess að fá peninga fyrir því sem ég er að gera. Ég er að sitja fyrir í auglýsingum og fleira. Það er ýmislegt um að vera og ég er að reyna að finna meira af slíkum verkefnum. Vonandi getur maður kannski átt eitthvað afgangs eftir þetta allt," sagði Ragnheiður í léttum tón. „Mér finnst rosalega gaman að vera í fyrirsætustörfunum og það væri svolítið leiðinlegt að vera bara að synda. Það er gaman að fá svona verkefni með og ég kvarta ekki yfir því," sagði Ragnheiður. „Ég held að það sé alveg öruggt mál að ég verð búin að ná lágmörkunum á leikana fyrir árslok. Ég er mjög nálægt því í 50 metra skriðsundi. Það er ekkert sem ætti að standa í vegi fyrir því þegar ég er kominn í góða þjálfun og með góðan þjálfara, sem ýtir aðeins í mig og fær mig til að æfa betur," sagði Ragnheiður sem ætlar að hætta í sundinu eftir Ólympíuleikana í London á næsta ári. „Ég veit ekkert hvort ég get það eða ekki en það er planið að taka sér frí eða að hætta. Það er samt svo gaman að taka þátt í Ólympíuleikum. Maður fer einu sinni og síðan verður maður bara að fara aftur," sagði Ragnheiður að lokum. Innlendar Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira
Sundkonan Ragnheiður Ragnarsdóttir er nýkomin heim af HM í sundi í Sjanghæ í Kína. Ragnheiður er á leiðinni aftur út en framundan eru æfingar hjá henni í Suður-Afríku og svo gæti farið að hún yrði úti allt fram að Ólympíuleikunum í London á næsta ári. „Ég er að fara í næsta mánuði til Pietermaritzburg í Suður-Afríku. Ég ætla að vera þar í smá tíma og æfa og sjá hvernig það gengur. Svo kem ég kannski ekkert heim fyrir leikana," sagði Ragnheiður í samtali við Ásgeir Erlendsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. „Markmiðið er að byrja á því að taka lágmörkin fyrir Ólympíuleikana og svo að æfa það vel að það verði ekki markmiðið lengur heldur að reyna að vera komast í undanúrslit eða úrslit á leikunum," sagði Ragnheiður metnaðarfull. „Ég er búin að æfa ein hérna heima og er eiginlega ekki með neinn þjálfara. Ég var að leita að góðum þjálfara, góðu veðri og góðum stað þar sem maður getur farið og einbeitt sér. Ég fann þennan þjálfara eftir að hafa verið að skoða nokkra staði. Mér leyst mjög vel á þetta og það er koma sumar þar sem er ágætt til að nenna að mæta á morgunæfingar klukkan fimm," sagði Ragnheiður en nýi þjálfari hennar er Wayne Riddin. „Ég er ekki að fara gera neitt annað og þetta snýst um að gera bara einbeitt mér að sundinu. Það er góð ástæða hérna heima og góðir þjálfarar en fyrir mig var bara næsta skref að fara út og gera þetta á fullu," sagði Ragnheiður. „Þetta er að fara kosta sitt og ég er í hörku betli út um allt til að finna styrki og svona. Það gengur ágætlega en það á eftir að koma í ljós hvort ég get verið út í heilt ár eða ekki. Vonandi fæ ég fleiri styrki og fleiri verkefni til þess að geta fjármagnað þetta," sagði Ragnheiður sem grípur í fyrirsætustörfin til að safna pening fyrir sundinu. „Ég er að reyna allt til þess að fá peninga fyrir því sem ég er að gera. Ég er að sitja fyrir í auglýsingum og fleira. Það er ýmislegt um að vera og ég er að reyna að finna meira af slíkum verkefnum. Vonandi getur maður kannski átt eitthvað afgangs eftir þetta allt," sagði Ragnheiður í léttum tón. „Mér finnst rosalega gaman að vera í fyrirsætustörfunum og það væri svolítið leiðinlegt að vera bara að synda. Það er gaman að fá svona verkefni með og ég kvarta ekki yfir því," sagði Ragnheiður. „Ég held að það sé alveg öruggt mál að ég verð búin að ná lágmörkunum á leikana fyrir árslok. Ég er mjög nálægt því í 50 metra skriðsundi. Það er ekkert sem ætti að standa í vegi fyrir því þegar ég er kominn í góða þjálfun og með góðan þjálfara, sem ýtir aðeins í mig og fær mig til að æfa betur," sagði Ragnheiður sem ætlar að hætta í sundinu eftir Ólympíuleikana í London á næsta ári. „Ég veit ekkert hvort ég get það eða ekki en það er planið að taka sér frí eða að hætta. Það er samt svo gaman að taka þátt í Ólympíuleikum. Maður fer einu sinni og síðan verður maður bara að fara aftur," sagði Ragnheiður að lokum.
Innlendar Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira