Erlent

Hundruðum flóttamanna bjargað í Miðjarðarhafi - óttast um líf margra

Mikill straumur flótamanna er frá norðurströnd Afríku til Evrópu. Myndin er tekin þann 9. apríl síðastliðinn.
Mikill straumur flótamanna er frá norðurströnd Afríku til Evrópu. Myndin er tekin þann 9. apríl síðastliðinn. Mynd/AFP
Talsmaður ítölsku landhelgisgæslunnar segir að hundruðum flóttamanna hafi verið bjargað í dag, en þeir voru um borð í bát sem lenti í vandræðum á leið sinni til Ítalíu frá Líbíu. Óastaðfestar sagnir herma að töluverður fjöldi flóttamanna hafi látist um borð.

Landhelgisgæslan vinnur nú að því að flytja flóttamennina til ítölsku eyjarinnar Lampedusa, og er búist við því að fyrsti bátur gæslunnar nái þar landi í kvöld.

AP fréttastofan hefur eftir ítalska miðlinum ANSA að um 300 manns hafi verið bjargað, en þó eigi eftir að staðfesta nákvæma tölu. Þá er haft eftir einum flóttamannanna, sem kom með þyrlu til Ítalíu, að um eitt hundrað manns hafi látið lífið á leiðinni frá Líbíu, en líkum þeirra hafi verið hent fyrir borð.

Ekki er ljóst hvenær báturinn lagði af stað frá ströndum Afríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×