Erlent

Lögreglan bannar unglingsstúlkum að selja límonaði

Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að selja límonaði.
Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að selja límonaði. Mynd Vísir
Lögreglan í Georgíu í Bandaríkjunum er ekki að grínast þegar það kemur að sölubásum sem selja límonaði.

Þannig var þremur unglingsstúlkum gert að hætta starfsemi á dögunum vegna þess að þær voru ekki með tilskilin leyfi til þess að selja límonaðið.

Samkvæmt fréttastofu AP þá bætti lögreglustjórinn því við að það væri óljóst hvernig drykkirnir væru blandaðir og hvað væri nákvæmlega í þeim.

Leyfið til þess að selja límonaði í einn dag kostar 50 dollara. Stúlkurnar seldu límonaðið í von um að þær gætu safnað nægilega miklum peningi til þess að fara í vatnsleikjagarð.Stúlkurnar höfðu því engra kosta völ en að hætta hinni ólöglegu límonaðisölu .

Þær eru þó ekki að baki dottnar. Nú fá þær greitt fyrir garðvinnu og heimilisstörf þar sem slíkt er ekki leyfisskylt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×