Erlent

Gleymdu "plankinu“ - "uglið“ gæti orðið hið nýja æði

Kandískt "ugl“.
Kandískt "ugl“.
Plank-æðið hefur líklega ekki farið framhjá neinum sem er nettengdur. Á Íslandi hafa jafnvel frægðarmenni eins og Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðaráðherra, tekið þátt í æðinu sem gengur út á að liggja á hinum ýmsu hlutum í hinum ýmsu aðstæðum.

Nýtt æði virðist þó ætla að ryðja sér rúms sem er náskylt plankinu. Erlendar fréttasíður greina frá því að „uglan" gæti orðið nýjasta æðið.

Eftir því sem fjölmiðlar komast næst varð uglufyrirbærið til þann 11. júlí síðastliðinn en það gengur út á að líkja eftir uglu á hinum ýmsu hlutum. Að öðru leytinu til fylgir uppátækið sömu lögmálum og plankið, það er að segja að það verður að láta taka mynd af viðkomandi að „ugla(?)" og birta myndina á netinu.

Þegar eru tveir hópar sprottnir fram á Facebook þar sem fólk „uglar(?)" í stað þess að „planka". Um þúsund manns eru fylgjendur á þessum síðum en líklega mun sú tala fara hækkandi eftir að CBS sagði frá uppátækin á vef sínum auk þess sem Huffington Post sagði fréttir af „uglinu(?) sem og fleiri miðlar.

Ekki er ljóst hver uppruni „uglsins(?)" er, en á einni vefsíðu kemur fram að það sé líklega frá Ástralíu líkt og plankið. Hvort „uglið" eigi eftir að ná sömu hæðum og plankinn er óljóst.

Annars er hægt að skoða ugl-myndir hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×