Erlent

Hófu skothríð á veitingastað - yfir 20 látnir

Frá árásinni í Búrúndí
Frá árásinni í Búrúndí mynd/afp
Að minnsta kosti tuttugu eru látnir eftir að byssumenn hófu skyndilega skothríð á veitingastað í Bujumura, höfuðborg Búrúndí í Mið-Afríku í morgun. Talið er að tala látinna geti hækkað enn meira þar sem margir eru alvarlega slasaðir.

Yfirvöld telja að byssumennirnir kunni tengist nýjum hópi uppreisnarmanna í landinu.

Samkvæmt lýsingu vitna komu þeir á inn á veitingastaðin klæddir í einkennisbúning frá hernum og héldu á riflum og handsprengjum.

Þeir skipuðu gestum staðarins að liggjast á gólfið og hófu svo skothríðina.

Sextán ára borgarastyrjöld lauk í landinu árið 2009 en síðan þá hafa árásir sem þessar verið sífellt algengari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×