Innlent

Nóttin róleg hjá lögreglu

Nóttin var róleg hjá lögreglunni á landinu öllu.

Á höfuðborgarsvæðinu gistu þrír menn fangageymslur lögreglunnar. Dælubílar slökkviliðsins voru ekki kallaðir út, en sjúkraflutningamenn fóru hins vegar í um þrjátíu útköll.

Lögreglan á Suðurnesjum tók ökumann á þrítugsaldri fyrir ölvunarakstur á Reykjanesbrautinni um klukkan tvö í nótt. Annars var þar allt með kyrrum kjörum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×