Erlent

Loftárásir Nató á Sirte í nótt

Myndin tengist fréttinni ekki beint
Myndin tengist fréttinni ekki beint Mynd/AFP
Talsmaður Muammar Gaddafi segir loftárásir Nató á Sirte í nótt hafa drepið 354 manns. Lofárásirnar lentu á íbúðarhúsi og hóteli. Þetta fullyrti hann í viðtali við Reuters, en fullyrðingar hans hafa ekki verið staðfestar, enda hefur verið lokað á mest öll samskipti frá bænum síðan Tripoli féll.

Nató hefur ekki gefið frá sér yfirlýsingu vegna atviksins.

Talsmaðurinn, Moussa Ibrahim að nafni, sagði Gaddafi sjálfan hafa stýrt aðgerðum hersveita sinna sem berjast nú við uppreisnarmenn í Líbíu um yfirráð bæjarins.

Ibrahim sagði að síðustu 17 daga hafi yfir 2000 íbúar bæjarins látið lífið af völdum loftárása Nató í Sirte.


Tengdar fréttir

Uppreisnarmenn ráðast inn í Sirte

Uppreisnarmenn í Líbíu réðust inn í fæðingarbæ Gaddafí, Sirte, í morgun. Alla vega 100 bílar sáust keyra inn í bæinn, sem er eitt síðasta vígi stuðningsmanna Gaddafí. Uppreisnarmenn reyna nú að leggja hann undir sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×