Innlent

Heimild til að framlengja gjaldeyrishöft lögfest

Steingrímur þakkaði stjórnarandstöðunni stuðning.
Steingrímur þakkaði stjórnarandstöðunni stuðning. Mynd/Vilhelm
Frumvarp til laga um að Seðlabanki Íslands fái heimild til að framlengja gjaldeyrishöftin til ársins 2013 var samþykkt á Alþingi rétt í þessu með 30 atkvæðum gegn 13.

Steingrímur J. Sigfússon undirstrikaði í ræðustól að þrátt fyrir að Seðlabankinn fái heimild til að framlengja höftin allt til ársins 2013 sé stefnan að afnema þau miklu fyrr. Hann þakkaði stjórnarandstöðunni fyrir stuðning þann sem hún sýnir ríkisstjórninni með því að vilja ekki veita heimild til að framlengja höftin. Þar með gefi hún í skyn að náðst hefði mikill árangur í baráttu við efnahagsvanda landsins. Svo mikill árangur að ekki þyrfti að lögfesta heimild til að framlengja höftin í neyðartilvikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×