Innlent

Fjölskyldudagur Strætó í dag

Fjölskyldudagur Strætó er haldinn í dag. Markmið viðburðarins er að kynna starfsemi Strætó, en hann er hluti af Evrópskri samgönguviku sem nú stendur yfir. Fjölbreytt dagskrá verður við höfuðstöðvar Strætó bs. að Hesthálsi 14 milli klukkan 13:00-16:00.

Meðal annars verður boðið upp á andlitsmálun og leiktæki. Þeir sem vilja geta fengið mynd af sér tekna í bílstjórasæti strætó og þá verður í boði að keyra í strætisvagni gegn um þvottastöð. Nánari upplýsingar um dagskrána má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×