Innlent

Óvenjuleg veðurblíða á landinu

Landsmenn geta fangað góðviðri dagsins í kvöld.
Landsmenn geta fangað góðviðri dagsins í kvöld.
Óvenjumikil hlýindi voru á landinu öllu í dag. Hitin stóð í tveggja stafa tölu á öllum byggðum bólum, en einnig var hlýtt á hálendinu.

„Þetta er ágætis sumarauki," segja veðurfræðingar Veðurstofu Íslands og telja veðurblíðuna fremur óvenjulega fyrir þennan árstíma. Skýringu þessa góðviðris segja þeir vera sunnan- og suðvestan-áttir síðustu daga. „Norðanáttirnar hafa látið á sér standa," segja þeir og telja útlit fyrir áframhaldandi hlýindi.

Mesti hiti á landinu í dag var við Nautabú, en þar fór talan upp í 18,4°C. Mesti hiti á hálendi var 15,2°C, en það var á Svartárkoti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×