Innlent

Alþingismenn í ham

Alþingi hefur fúnkerað sem vel smurð maskína í dag og afgreitt hvert frumvarpið á fætur öðru. Það sem af er degi hefur þingið afgreitt 18 frumvörp sem lög, en þingfundur hófst klukkan 9:30 í morgun. Það gerir að meðaltali rúmlega eitt frumvarp á hálftíma. Þingmenn stefna að því að afgreiða tvö frumvörp til viðbótar og slíta svo haustþingi.

Meðal annars hefur Stjórnarráðsfrumvarpið umdeilda verið afgreitt. Þá hefur heimild Seðlabanka Íslands til að framlengja gjaldeyrishöftin til ársins 2013 verið lögfest. Einnig voru afgreitt lög sem heimila Íbúðarlánasjóði að veita óverðtryggð lán.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×