Nágrannar Botox-konunnar: Viðskiptavinirnir ungar erlendar konur 21. mars 2011 11:01 Kópavogur. Myndin er samsett og úr safni. „Það sem ég hef orðið var við er mikill straumur af ungum erlendum konum til hennar," segir einn nágranni botox-konunnar í Hjallahverfinu í Kópavogi. DV greindi frá því í morgun að kona af erlendu bergi brotnu stundaði lýtalækningar í íbúð sinni í Kópavogi. Konan býr í fjölbýlishúsi í Hjallahverfinu. Konan notar meðal annars efni sem heitir Dysport samkvæmt DV, en í því er efnið Botulinum Toxin A, sem er einnig að finna í bótoxi. Fyrir þjónustuna rukkar hún um 50 þúsund krónur samkvæmt DV. Efnið fær hún frá Úkraínu. Samkvæmt sérlyfjaskrá mega einungis læknar, sem búa yfir viðeigandi hæfni og hafa sérfræðiþekkingu á meðferðinni, gefa lyfið, og er ávísun lyfsins bundin við sérfræðinga í augn-, taugasjúkdóma-, taugaskurð-, lýta- og húðsjúkdómalækningum. Nágrannar konunnar hafa orðið varir við sérkennilega starfsemi hennar. Einn granninn sagði við Vísi að hann hefði séð konuna í læknaslopp með grímu fyrir vitum að kveðja konu, hugsanlega viðskiptavin. Annar nágranni sagðist verða var við talsverða umferð ungra erlendra kvenna sem hann taldi vera á bilinu tuttugu og þrjátíu ára gamlar. Hann lýsir konunni sem vingjarnlegri manneskju. „Mig grunaði þetta reyndar ekki. Ég hélt að hún væri að kenna þessum stelpum snyrtifræði eða eitthvað," segir nágranninn sem bætir við að það sé ekkert ónæði af starfsemi konunnar. „Það er svo sem ekkert slæmt um þetta að segja," segir granninn sem hefur enga sérstaka skoðun á starfsemi konunnar. Þriðji nágranni konunnar, sem Vísir ræddi við, sagði lítið fyrir henni fara. Granninn sagðist ekki hafa orðið mikið var við starfsemina. „En auðvitað hefur maður tekið eftir því að konan er útbólgin í andlitinu," segir nágranninn sem telur nokkuð ljóst að konan noti eigin efni. Vísir greindi frá því fyrr í morgun að konan starfaði sem nektardansmær á Goldfinger fyrir um fimm árum síðan. Starfsemi konunnar er ekki til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Ekki náðist í formann Félags íslenskra lýtalækna, né landlækni vegna málsins. Eiginmaður konunnar, sem er íslenskur, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í morgun. Ekki hefur náðst í konuna sjálfa. Tengdar fréttir Botox-kona vann sem nektardansmær "Það eru fimm sex ár síðan hún vann hjá mér,“ segir Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi Goldfingers, en kona sem er sögð stunda fegrunaraðgerðir í íbúð sinni í Hjallahverfinu í Kópavogi, vann sem nektardansmær á Goldfinger. 21. mars 2011 10:13 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Sjá meira
„Það sem ég hef orðið var við er mikill straumur af ungum erlendum konum til hennar," segir einn nágranni botox-konunnar í Hjallahverfinu í Kópavogi. DV greindi frá því í morgun að kona af erlendu bergi brotnu stundaði lýtalækningar í íbúð sinni í Kópavogi. Konan býr í fjölbýlishúsi í Hjallahverfinu. Konan notar meðal annars efni sem heitir Dysport samkvæmt DV, en í því er efnið Botulinum Toxin A, sem er einnig að finna í bótoxi. Fyrir þjónustuna rukkar hún um 50 þúsund krónur samkvæmt DV. Efnið fær hún frá Úkraínu. Samkvæmt sérlyfjaskrá mega einungis læknar, sem búa yfir viðeigandi hæfni og hafa sérfræðiþekkingu á meðferðinni, gefa lyfið, og er ávísun lyfsins bundin við sérfræðinga í augn-, taugasjúkdóma-, taugaskurð-, lýta- og húðsjúkdómalækningum. Nágrannar konunnar hafa orðið varir við sérkennilega starfsemi hennar. Einn granninn sagði við Vísi að hann hefði séð konuna í læknaslopp með grímu fyrir vitum að kveðja konu, hugsanlega viðskiptavin. Annar nágranni sagðist verða var við talsverða umferð ungra erlendra kvenna sem hann taldi vera á bilinu tuttugu og þrjátíu ára gamlar. Hann lýsir konunni sem vingjarnlegri manneskju. „Mig grunaði þetta reyndar ekki. Ég hélt að hún væri að kenna þessum stelpum snyrtifræði eða eitthvað," segir nágranninn sem bætir við að það sé ekkert ónæði af starfsemi konunnar. „Það er svo sem ekkert slæmt um þetta að segja," segir granninn sem hefur enga sérstaka skoðun á starfsemi konunnar. Þriðji nágranni konunnar, sem Vísir ræddi við, sagði lítið fyrir henni fara. Granninn sagðist ekki hafa orðið mikið var við starfsemina. „En auðvitað hefur maður tekið eftir því að konan er útbólgin í andlitinu," segir nágranninn sem telur nokkuð ljóst að konan noti eigin efni. Vísir greindi frá því fyrr í morgun að konan starfaði sem nektardansmær á Goldfinger fyrir um fimm árum síðan. Starfsemi konunnar er ekki til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Ekki náðist í formann Félags íslenskra lýtalækna, né landlækni vegna málsins. Eiginmaður konunnar, sem er íslenskur, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í morgun. Ekki hefur náðst í konuna sjálfa.
Tengdar fréttir Botox-kona vann sem nektardansmær "Það eru fimm sex ár síðan hún vann hjá mér,“ segir Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi Goldfingers, en kona sem er sögð stunda fegrunaraðgerðir í íbúð sinni í Hjallahverfinu í Kópavogi, vann sem nektardansmær á Goldfinger. 21. mars 2011 10:13 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Sjá meira
Botox-kona vann sem nektardansmær "Það eru fimm sex ár síðan hún vann hjá mér,“ segir Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi Goldfingers, en kona sem er sögð stunda fegrunaraðgerðir í íbúð sinni í Hjallahverfinu í Kópavogi, vann sem nektardansmær á Goldfinger. 21. mars 2011 10:13