Nágrannar Botox-konunnar: Viðskiptavinirnir ungar erlendar konur 21. mars 2011 11:01 Kópavogur. Myndin er samsett og úr safni. „Það sem ég hef orðið var við er mikill straumur af ungum erlendum konum til hennar," segir einn nágranni botox-konunnar í Hjallahverfinu í Kópavogi. DV greindi frá því í morgun að kona af erlendu bergi brotnu stundaði lýtalækningar í íbúð sinni í Kópavogi. Konan býr í fjölbýlishúsi í Hjallahverfinu. Konan notar meðal annars efni sem heitir Dysport samkvæmt DV, en í því er efnið Botulinum Toxin A, sem er einnig að finna í bótoxi. Fyrir þjónustuna rukkar hún um 50 þúsund krónur samkvæmt DV. Efnið fær hún frá Úkraínu. Samkvæmt sérlyfjaskrá mega einungis læknar, sem búa yfir viðeigandi hæfni og hafa sérfræðiþekkingu á meðferðinni, gefa lyfið, og er ávísun lyfsins bundin við sérfræðinga í augn-, taugasjúkdóma-, taugaskurð-, lýta- og húðsjúkdómalækningum. Nágrannar konunnar hafa orðið varir við sérkennilega starfsemi hennar. Einn granninn sagði við Vísi að hann hefði séð konuna í læknaslopp með grímu fyrir vitum að kveðja konu, hugsanlega viðskiptavin. Annar nágranni sagðist verða var við talsverða umferð ungra erlendra kvenna sem hann taldi vera á bilinu tuttugu og þrjátíu ára gamlar. Hann lýsir konunni sem vingjarnlegri manneskju. „Mig grunaði þetta reyndar ekki. Ég hélt að hún væri að kenna þessum stelpum snyrtifræði eða eitthvað," segir nágranninn sem bætir við að það sé ekkert ónæði af starfsemi konunnar. „Það er svo sem ekkert slæmt um þetta að segja," segir granninn sem hefur enga sérstaka skoðun á starfsemi konunnar. Þriðji nágranni konunnar, sem Vísir ræddi við, sagði lítið fyrir henni fara. Granninn sagðist ekki hafa orðið mikið var við starfsemina. „En auðvitað hefur maður tekið eftir því að konan er útbólgin í andlitinu," segir nágranninn sem telur nokkuð ljóst að konan noti eigin efni. Vísir greindi frá því fyrr í morgun að konan starfaði sem nektardansmær á Goldfinger fyrir um fimm árum síðan. Starfsemi konunnar er ekki til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Ekki náðist í formann Félags íslenskra lýtalækna, né landlækni vegna málsins. Eiginmaður konunnar, sem er íslenskur, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í morgun. Ekki hefur náðst í konuna sjálfa. Tengdar fréttir Botox-kona vann sem nektardansmær "Það eru fimm sex ár síðan hún vann hjá mér,“ segir Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi Goldfingers, en kona sem er sögð stunda fegrunaraðgerðir í íbúð sinni í Hjallahverfinu í Kópavogi, vann sem nektardansmær á Goldfinger. 21. mars 2011 10:13 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
„Það sem ég hef orðið var við er mikill straumur af ungum erlendum konum til hennar," segir einn nágranni botox-konunnar í Hjallahverfinu í Kópavogi. DV greindi frá því í morgun að kona af erlendu bergi brotnu stundaði lýtalækningar í íbúð sinni í Kópavogi. Konan býr í fjölbýlishúsi í Hjallahverfinu. Konan notar meðal annars efni sem heitir Dysport samkvæmt DV, en í því er efnið Botulinum Toxin A, sem er einnig að finna í bótoxi. Fyrir þjónustuna rukkar hún um 50 þúsund krónur samkvæmt DV. Efnið fær hún frá Úkraínu. Samkvæmt sérlyfjaskrá mega einungis læknar, sem búa yfir viðeigandi hæfni og hafa sérfræðiþekkingu á meðferðinni, gefa lyfið, og er ávísun lyfsins bundin við sérfræðinga í augn-, taugasjúkdóma-, taugaskurð-, lýta- og húðsjúkdómalækningum. Nágrannar konunnar hafa orðið varir við sérkennilega starfsemi hennar. Einn granninn sagði við Vísi að hann hefði séð konuna í læknaslopp með grímu fyrir vitum að kveðja konu, hugsanlega viðskiptavin. Annar nágranni sagðist verða var við talsverða umferð ungra erlendra kvenna sem hann taldi vera á bilinu tuttugu og þrjátíu ára gamlar. Hann lýsir konunni sem vingjarnlegri manneskju. „Mig grunaði þetta reyndar ekki. Ég hélt að hún væri að kenna þessum stelpum snyrtifræði eða eitthvað," segir nágranninn sem bætir við að það sé ekkert ónæði af starfsemi konunnar. „Það er svo sem ekkert slæmt um þetta að segja," segir granninn sem hefur enga sérstaka skoðun á starfsemi konunnar. Þriðji nágranni konunnar, sem Vísir ræddi við, sagði lítið fyrir henni fara. Granninn sagðist ekki hafa orðið mikið var við starfsemina. „En auðvitað hefur maður tekið eftir því að konan er útbólgin í andlitinu," segir nágranninn sem telur nokkuð ljóst að konan noti eigin efni. Vísir greindi frá því fyrr í morgun að konan starfaði sem nektardansmær á Goldfinger fyrir um fimm árum síðan. Starfsemi konunnar er ekki til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Ekki náðist í formann Félags íslenskra lýtalækna, né landlækni vegna málsins. Eiginmaður konunnar, sem er íslenskur, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í morgun. Ekki hefur náðst í konuna sjálfa.
Tengdar fréttir Botox-kona vann sem nektardansmær "Það eru fimm sex ár síðan hún vann hjá mér,“ segir Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi Goldfingers, en kona sem er sögð stunda fegrunaraðgerðir í íbúð sinni í Hjallahverfinu í Kópavogi, vann sem nektardansmær á Goldfinger. 21. mars 2011 10:13 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Botox-kona vann sem nektardansmær "Það eru fimm sex ár síðan hún vann hjá mér,“ segir Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi Goldfingers, en kona sem er sögð stunda fegrunaraðgerðir í íbúð sinni í Hjallahverfinu í Kópavogi, vann sem nektardansmær á Goldfinger. 21. mars 2011 10:13