Ekki þörf á nýjum stjórnarsáttmála Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. janúar 2011 21:58 Árni Þór Sigurðsson segir að sáttatónn sé í þingmönnum VG. Mynd/ Valli. Árni Þór Sigurðsson, formaður þingflokks VG, segist ánægður með þingflokksfundinn sem haldinn var í kvöld. „Við fórum yfir stöðuna í stjórnmálum og hjá okkur og hvað hefur á dagana drifið ef svo má að orði komast," segir Árni. Ný efnahagsstefna sem taki við þegar AGS fer og Evrópusambandsmál. Ágreiningur hefur verið innan þingflokks VG um ýmis veigamikil pólitísk mál sem ríkisstjórnin hefur á sínu borði. Aðspurður segist Árni Þór ekki telja að gera þurfi breytingar á stjórnarsáttmála VG og Samfylkingarinnar til að friður komist á innan VG. „Stjórnarsáttmálinn er bara eins og hann er og staðfestur af stofnunum flokkanna. Hins vegar koma alltaf ný og ný viðfangsefni sem ekki er séð fyrir að öllu leyti í stjórnarsáttmála og forsendur breytast. Þannig að það þarf oft að taka mál nýjum tökum og ræða þau á milli flokkanna," segir Árni Þór. Hann segir sameiginlegan vilja á meðal þingmanna VG að stuðla að sátt innan þingflokksins. Árni Þór segist ekki telja að afstaða manna til Evrópusambandsumsóknar hafi breyst. „Ég held að sú afstaða sem menn tóku þegar greidd voru atkvæði um aðildarumsóknina á Alþingi hafi ekkert breyst innan þingflokksins. Þeir sem studdu þá ákvörðun á grundvelli þess að þeir vildu fá það mál leitt til lykta á grundvelli einhverjar samningsniðurstöðu eru ennþá þeirrar skoðunar. Hinir, sem voru andvígir því að fara í þetta ferli, eru það ennþá. Þannig að ég held að það sé ekki breyting á afstöðu að þessu leyti til," segir Árni Þór Hann segir hins vegar að umsóknarferlið haldi áfram og sé komið á annan stað núna en þegar farið var af stað með ríkisstjórnina. Núna fari að koma að því að það þurfi að fara að taka ýmsar pólitískar ákvarðanir varðandi samningsafstöðu Íslands í einstökum málaflokkum og annað slíkt. „Þá kemur auðvitað til pólitískrar umræðu bæði á vettvangi ríkisstjórnar og Alþingis. Það var auðvitað alveg fyrir séð og þá kannski skerpast línur varðandi það mál eitthvað," segir Árni. Tengdar fréttir Auknar efasemdir um ESB innan VG „Þetta er náttúrlega upphafsfundur frekar en einhver lokafundur enda eru svona stórmál ekki kláruð á stuttum fundi,“ segir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður VG, um þingflokksfundinn sem fór fram í kvöld. 5. janúar 2011 21:13 Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Sjá meira
Árni Þór Sigurðsson, formaður þingflokks VG, segist ánægður með þingflokksfundinn sem haldinn var í kvöld. „Við fórum yfir stöðuna í stjórnmálum og hjá okkur og hvað hefur á dagana drifið ef svo má að orði komast," segir Árni. Ný efnahagsstefna sem taki við þegar AGS fer og Evrópusambandsmál. Ágreiningur hefur verið innan þingflokks VG um ýmis veigamikil pólitísk mál sem ríkisstjórnin hefur á sínu borði. Aðspurður segist Árni Þór ekki telja að gera þurfi breytingar á stjórnarsáttmála VG og Samfylkingarinnar til að friður komist á innan VG. „Stjórnarsáttmálinn er bara eins og hann er og staðfestur af stofnunum flokkanna. Hins vegar koma alltaf ný og ný viðfangsefni sem ekki er séð fyrir að öllu leyti í stjórnarsáttmála og forsendur breytast. Þannig að það þarf oft að taka mál nýjum tökum og ræða þau á milli flokkanna," segir Árni Þór. Hann segir sameiginlegan vilja á meðal þingmanna VG að stuðla að sátt innan þingflokksins. Árni Þór segist ekki telja að afstaða manna til Evrópusambandsumsóknar hafi breyst. „Ég held að sú afstaða sem menn tóku þegar greidd voru atkvæði um aðildarumsóknina á Alþingi hafi ekkert breyst innan þingflokksins. Þeir sem studdu þá ákvörðun á grundvelli þess að þeir vildu fá það mál leitt til lykta á grundvelli einhverjar samningsniðurstöðu eru ennþá þeirrar skoðunar. Hinir, sem voru andvígir því að fara í þetta ferli, eru það ennþá. Þannig að ég held að það sé ekki breyting á afstöðu að þessu leyti til," segir Árni Þór Hann segir hins vegar að umsóknarferlið haldi áfram og sé komið á annan stað núna en þegar farið var af stað með ríkisstjórnina. Núna fari að koma að því að það þurfi að fara að taka ýmsar pólitískar ákvarðanir varðandi samningsafstöðu Íslands í einstökum málaflokkum og annað slíkt. „Þá kemur auðvitað til pólitískrar umræðu bæði á vettvangi ríkisstjórnar og Alþingis. Það var auðvitað alveg fyrir séð og þá kannski skerpast línur varðandi það mál eitthvað," segir Árni.
Tengdar fréttir Auknar efasemdir um ESB innan VG „Þetta er náttúrlega upphafsfundur frekar en einhver lokafundur enda eru svona stórmál ekki kláruð á stuttum fundi,“ segir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður VG, um þingflokksfundinn sem fór fram í kvöld. 5. janúar 2011 21:13 Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Sjá meira
Auknar efasemdir um ESB innan VG „Þetta er náttúrlega upphafsfundur frekar en einhver lokafundur enda eru svona stórmál ekki kláruð á stuttum fundi,“ segir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður VG, um þingflokksfundinn sem fór fram í kvöld. 5. janúar 2011 21:13