Sjálfstæðisflokkurinn aðhyllist ekki forsjárhyggju Helgi Magnússon skrifar 15. nóvember 2011 06:00 Innan Sjálfstæðisflokksins eru harðsnúin öfl sem vilja að flokkurinn samþykki að þegar í stað verði hætt við aðildarviðræður Íslands og ESB og umsóknin dregin til baka. Umsókn sem lýðræðislegur meirihluti samþykkti á Alþingi. Ef það yrði niðurstaða Alþingis fæ ég ekki betur séð en að Íslendingar yrðu sér til minnkunar á alþjóðavettvangi og dæmdu sig úr leik sem einangruð utangarðsþjóð. Ef landsfundur sendir 16 þingmenn flokksins með slíkt veganesti til Alþingis bendir flest til þess að þeim yrði ekkert ágengt. Ríkisstjórnin virðist geta komið sér saman um að halda völdum. Flokkarnir deila um flest annað en að halda valdastólunum. Þetta hefði því væntanlega ekki önnur áhrif en þau að Sjálfstæðisflokkurinn gæti ekki efnt til samstarfs við þá sem vilja ljúka aðildarviðræðunum við ESB og leggja samninginn síðan í dóm þjóðarinnar til samþykktar eða synjunar. Með því þrengdist staða Sjálfstæðisflokksins að óþörfu. Flokkurinn getur ekki lokað öllum dyrum til samstarfs, ætli hann sér áframhaldandi hlutverk í íslenskum stjórnmálum. Er flokkurinn búinn að missa áhuga á að hafa áhrif á gang mála í samfélaginu eins og hann hefur gert myndarlega frá upphafi? Er flokkurinn ekki í stjórnmálum til að hafa áhrif og völd eða er það nýja stefnan að vera bara með og taka að sér hlutverk stjórnarandstöðunnar eins og nú er raunin á Alþingi og hjá stærstu sveitarfélögunum, Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Akureyri? Ekki er langt síðan flokkurinn var forystuafl á öllum þessum stöðum. Furðu vekur yfirlýsing Hönnu Birnu Kristjánsdóttur á Sprengisandi um að ekki verði samið um stjórnarmyndun við Samfylkinguna, verði hún formaður, nema Samfylkingin falli frá stefnu sinni í Evrópumálum. Hanna er komin í stjórnarmyndunarviðræður við sjálfa sig hálfu öðru ári fyrir kosningar og hefur þegar sett sér afarkosti! Sjálfstæðisflokkurinn á að styðja það að landsmenn fái tækifæri til að kjósa um ESB samning í þjóðaratkvæðagreiðslu. Flokkurinn á að treysta kjósendum enda er hann ekki forsjárhyggjuflokkur. Ég vona að það sé ekki að breytast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Innan Sjálfstæðisflokksins eru harðsnúin öfl sem vilja að flokkurinn samþykki að þegar í stað verði hætt við aðildarviðræður Íslands og ESB og umsóknin dregin til baka. Umsókn sem lýðræðislegur meirihluti samþykkti á Alþingi. Ef það yrði niðurstaða Alþingis fæ ég ekki betur séð en að Íslendingar yrðu sér til minnkunar á alþjóðavettvangi og dæmdu sig úr leik sem einangruð utangarðsþjóð. Ef landsfundur sendir 16 þingmenn flokksins með slíkt veganesti til Alþingis bendir flest til þess að þeim yrði ekkert ágengt. Ríkisstjórnin virðist geta komið sér saman um að halda völdum. Flokkarnir deila um flest annað en að halda valdastólunum. Þetta hefði því væntanlega ekki önnur áhrif en þau að Sjálfstæðisflokkurinn gæti ekki efnt til samstarfs við þá sem vilja ljúka aðildarviðræðunum við ESB og leggja samninginn síðan í dóm þjóðarinnar til samþykktar eða synjunar. Með því þrengdist staða Sjálfstæðisflokksins að óþörfu. Flokkurinn getur ekki lokað öllum dyrum til samstarfs, ætli hann sér áframhaldandi hlutverk í íslenskum stjórnmálum. Er flokkurinn búinn að missa áhuga á að hafa áhrif á gang mála í samfélaginu eins og hann hefur gert myndarlega frá upphafi? Er flokkurinn ekki í stjórnmálum til að hafa áhrif og völd eða er það nýja stefnan að vera bara með og taka að sér hlutverk stjórnarandstöðunnar eins og nú er raunin á Alþingi og hjá stærstu sveitarfélögunum, Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Akureyri? Ekki er langt síðan flokkurinn var forystuafl á öllum þessum stöðum. Furðu vekur yfirlýsing Hönnu Birnu Kristjánsdóttur á Sprengisandi um að ekki verði samið um stjórnarmyndun við Samfylkinguna, verði hún formaður, nema Samfylkingin falli frá stefnu sinni í Evrópumálum. Hanna er komin í stjórnarmyndunarviðræður við sjálfa sig hálfu öðru ári fyrir kosningar og hefur þegar sett sér afarkosti! Sjálfstæðisflokkurinn á að styðja það að landsmenn fái tækifæri til að kjósa um ESB samning í þjóðaratkvæðagreiðslu. Flokkurinn á að treysta kjósendum enda er hann ekki forsjárhyggjuflokkur. Ég vona að það sé ekki að breytast.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun