Innlent

Rúmlega 11 stiga hiti á Akureyri

Rösklega ellefu stiga hiti mældist í logni og blíðu á Akureyri klukan þrjú í nótt, sem er óvenjulegt á þessum árstíma og á þessum tíma sólarhrings. 

Það sem af er mánuðinum er þetta tíundi hlýjasti nóvember frá uppphafi mælinga. Í Reykjavík er meðalhiti  það sem af er mánuðinum 6,3 stig sem gerir þetta fjórða hlýjasta nóvembermánuð frá því að mælingar hófust í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×