Jakob og Hlynur sænskir meistarar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. maí 2011 15:53 Jakob Örn Sigurðarson. Mynd/Valli Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson urðu í dag sænskir meistarar í körfubolta eftir að lið þeirra, Sundsvall Dragons, vann sigur á Norrköping Dolphins í oddaleik í lokaúrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar, 102-83. Jakob var stigahæstur allra á vellinum með 31 stig en Hlynur tók flest fráköst allra, níu talsins. Úrslitarimman hafði verið æsispennandi en Norrköping var hársbreidd frá því að vinna titilinn í sjötta leik liðanna. Jakob Örn kom í veg fyrir það með því að tryggja Sundsvall framlengingu í þeim leik sem Sundsvall svo vann. Jakob átti einnig stórleik í framlengingunni. Óhætt er að segja að þeir Jakob og Hlynur hafi svo átt stóran þátt í sigrinum í dag. Báðir hafa verið lykilmenn í liðinu í allan vetur og leikið sérstaklega vel í úrslitakeppninni. Jakob átti einn besta leik ferils síns í dag - sérstaklega í fyrri hálfleik. Hann skoraði tíu af fyrstu fimmtán stigum Sundsvall í leiknum sem stakk hreinlega af í fyrsta leikhluta. Jakob var alls með 26 stig í fyrri hálfleik og setti niður sex af sjö þriggja stiga skotum sínum í hálfleiknum. Hlynur stóð sig einnig vel og skoraði úr báðum þriggja stiga tilraunum sínum. Staðan í hálfleik var 62-40 og átti þessi góða frammistaða í fyrri hálfleik eftir að færa liðinu sigurinn í dag. Íslensku strákarnir höfðu hægt um sig í seinni hálfleik en þegar að Jakob setti niður þriggja stiga skot í upphafi fjórða leikhluta, eftir stoðsendingu frá Hlyni, var endanlega ljóst í hvað stefndi. Munurinn hafði haldist nánast sá sami í seinni hálfleik en mestur varð hann 27 stig. Norrköping náði aldrei að stíga skrefið til fulls og ógna forystu Sundsvall að nokkru ráði. Sigurinn var á endanum öruggur sem fyrr segir. Jakob skoraði alls 31 stig í leiknum auk þess sem hann gaf fjórar stoðsendingar og tók þrjú fráköst. Hann nýtti sjö af ellefu þriggja stiga skotum sínum og þrjú af fimm tveggja stiga. Hann var einnig öruggur á vítalínunni - setti niður fjögur af fimm vítaköstum. Hlynur skoraði níu stig, tók níu fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Þeir félagar voru lengst inn á vellinum af leikmönnum Sundsvall - Jakob í rúmar 36 mínútur og Hlynur í tæpar 36. Fylgst var með leiknum á Vísi.1. leikhluti: 32-15 Jakob Örn átti stórleik í fyrsta leikhluta en hann skoraði alls sextán stig í honum, þar af fyrstu fimm stigin í leiknum. Þar með gaf hann tóninn fyrir það sem koma skyldi. Heimamenn fóru hreinlega á kostum með Jakob í fararbroddi en hann setti niður fjögur þriggja stiga skot í leikhlutanum. Hlynur setti einnig niður þrist í leikhlutanum og er kominn með þrjú stig. Hann tók fjögur fráköst og gaf eina stoðsendingu.2. leikhluti: 62-40 Jakob er greinilega að eiga leik lífsins. Hann hefur skorað 26 stig og sett niður sex af sjö þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Hann byrjaði annan leikhluta á því að setja niður þrist eftir sjö sekúndur. Hlynur mátti ekki vera minni maður og setti sinn annan þrist niður í leiknum um miðjan leikhlutann. Hann er samtals með sex stig og hefur nýtt bæði þriggja stiga skotin sín. Jakob lokaði svo leikhlutanum eins og hann byrjaði hann - með þristi. Staðan að loknum fyrri hálfleik er 62-40 og ljóst að Sundsvall er í ansi vænlegri stöðu. Jakob er með 26 stig, tvær stoðsendingar og einn stolinn bolta. Hann hefur ekki enn tapað bolta. Hlynur er með sex stig, fimm fráköst og eina stoðsendinga. Hann hefur tapað boltanum einu sinni.3. leikhluti: 81-60 Strákarnir höfðu mjög hægt um sig í þriðja leikhluta. Hlynur byrjaði á því að misnota sitt fyrsta þriggja stiga skot í leiknum og þá tapaði Jakob sínum fyrsta bolta. En Sundsvall byrjaði engu að síður vel og félagar þeirra settu niður nokkur þriggja stiga skot. Munurinn varð mestru 27 stig í stöðunni 70-43 en þá komst Norrköping á 8-1 sprett og minnkaði muninn. Heimamenn héldu þó sínu striki og munurinn fyrir lokaleikhlutann er nú 21 stig. Norrköping þarf einfaldlega á kraftaverki á halda. Jakob skoraði tvö stig af vítalínunni í leikhlutanum og er kominn í 28 stig. Hlynur er enn með sex stig.4. leikhluti: 102-83 Norrköping náði aldrei að ógna forystu Sundsvall og leikurinn fjaraði út, hægt og rólega. Sundsvall skoraði ekki stig fyrstu tvær mínútur leikhlutans en þegar að Jakob seti niður þrist - sinn sjöunda í leiknum - eftir sendingu frá Hlyni var endanlega ljóst í hvað stefndi. Heimamenn gáfu ekkert eftir og tryggðu sér titilinn með stæl. Körfubolti Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira
Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson urðu í dag sænskir meistarar í körfubolta eftir að lið þeirra, Sundsvall Dragons, vann sigur á Norrköping Dolphins í oddaleik í lokaúrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar, 102-83. Jakob var stigahæstur allra á vellinum með 31 stig en Hlynur tók flest fráköst allra, níu talsins. Úrslitarimman hafði verið æsispennandi en Norrköping var hársbreidd frá því að vinna titilinn í sjötta leik liðanna. Jakob Örn kom í veg fyrir það með því að tryggja Sundsvall framlengingu í þeim leik sem Sundsvall svo vann. Jakob átti einnig stórleik í framlengingunni. Óhætt er að segja að þeir Jakob og Hlynur hafi svo átt stóran þátt í sigrinum í dag. Báðir hafa verið lykilmenn í liðinu í allan vetur og leikið sérstaklega vel í úrslitakeppninni. Jakob átti einn besta leik ferils síns í dag - sérstaklega í fyrri hálfleik. Hann skoraði tíu af fyrstu fimmtán stigum Sundsvall í leiknum sem stakk hreinlega af í fyrsta leikhluta. Jakob var alls með 26 stig í fyrri hálfleik og setti niður sex af sjö þriggja stiga skotum sínum í hálfleiknum. Hlynur stóð sig einnig vel og skoraði úr báðum þriggja stiga tilraunum sínum. Staðan í hálfleik var 62-40 og átti þessi góða frammistaða í fyrri hálfleik eftir að færa liðinu sigurinn í dag. Íslensku strákarnir höfðu hægt um sig í seinni hálfleik en þegar að Jakob setti niður þriggja stiga skot í upphafi fjórða leikhluta, eftir stoðsendingu frá Hlyni, var endanlega ljóst í hvað stefndi. Munurinn hafði haldist nánast sá sami í seinni hálfleik en mestur varð hann 27 stig. Norrköping náði aldrei að stíga skrefið til fulls og ógna forystu Sundsvall að nokkru ráði. Sigurinn var á endanum öruggur sem fyrr segir. Jakob skoraði alls 31 stig í leiknum auk þess sem hann gaf fjórar stoðsendingar og tók þrjú fráköst. Hann nýtti sjö af ellefu þriggja stiga skotum sínum og þrjú af fimm tveggja stiga. Hann var einnig öruggur á vítalínunni - setti niður fjögur af fimm vítaköstum. Hlynur skoraði níu stig, tók níu fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Þeir félagar voru lengst inn á vellinum af leikmönnum Sundsvall - Jakob í rúmar 36 mínútur og Hlynur í tæpar 36. Fylgst var með leiknum á Vísi.1. leikhluti: 32-15 Jakob Örn átti stórleik í fyrsta leikhluta en hann skoraði alls sextán stig í honum, þar af fyrstu fimm stigin í leiknum. Þar með gaf hann tóninn fyrir það sem koma skyldi. Heimamenn fóru hreinlega á kostum með Jakob í fararbroddi en hann setti niður fjögur þriggja stiga skot í leikhlutanum. Hlynur setti einnig niður þrist í leikhlutanum og er kominn með þrjú stig. Hann tók fjögur fráköst og gaf eina stoðsendingu.2. leikhluti: 62-40 Jakob er greinilega að eiga leik lífsins. Hann hefur skorað 26 stig og sett niður sex af sjö þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Hann byrjaði annan leikhluta á því að setja niður þrist eftir sjö sekúndur. Hlynur mátti ekki vera minni maður og setti sinn annan þrist niður í leiknum um miðjan leikhlutann. Hann er samtals með sex stig og hefur nýtt bæði þriggja stiga skotin sín. Jakob lokaði svo leikhlutanum eins og hann byrjaði hann - með þristi. Staðan að loknum fyrri hálfleik er 62-40 og ljóst að Sundsvall er í ansi vænlegri stöðu. Jakob er með 26 stig, tvær stoðsendingar og einn stolinn bolta. Hann hefur ekki enn tapað bolta. Hlynur er með sex stig, fimm fráköst og eina stoðsendinga. Hann hefur tapað boltanum einu sinni.3. leikhluti: 81-60 Strákarnir höfðu mjög hægt um sig í þriðja leikhluta. Hlynur byrjaði á því að misnota sitt fyrsta þriggja stiga skot í leiknum og þá tapaði Jakob sínum fyrsta bolta. En Sundsvall byrjaði engu að síður vel og félagar þeirra settu niður nokkur þriggja stiga skot. Munurinn varð mestru 27 stig í stöðunni 70-43 en þá komst Norrköping á 8-1 sprett og minnkaði muninn. Heimamenn héldu þó sínu striki og munurinn fyrir lokaleikhlutann er nú 21 stig. Norrköping þarf einfaldlega á kraftaverki á halda. Jakob skoraði tvö stig af vítalínunni í leikhlutanum og er kominn í 28 stig. Hlynur er enn með sex stig.4. leikhluti: 102-83 Norrköping náði aldrei að ógna forystu Sundsvall og leikurinn fjaraði út, hægt og rólega. Sundsvall skoraði ekki stig fyrstu tvær mínútur leikhlutans en þegar að Jakob seti niður þrist - sinn sjöunda í leiknum - eftir sendingu frá Hlyni var endanlega ljóst í hvað stefndi. Heimamenn gáfu ekkert eftir og tryggðu sér titilinn með stæl.
Körfubolti Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira